Lög eru fram erindi frá sóknarnefnd Ássóknar og sóknarnefnd Kirkjubæjarkirkju. Þar sem óskað er eftir fjármagni til viðhalds á girðingum við kirkjugarða.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, kostnaður verður greiddur af fjárheimildum 2017.
Ósk um styrk vegna framkvæmdakostnaðar við kirkjugarðinn á Eiðum.
Með vísan til V. kafla viðmiðunarreglna Kirkjugarðaráðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kirkjugarðsstæði og fleira samþykkir umhverfis- og framkvæmdanefnd að greiða efniskostnað, allt að kr. 500.000, við gerð gangstígs í kirkjugarði við Eiðakirkju. Vegna sérstakra aðstæðna, með tilliti til menningarminja í jörð á verkstað, samþykkir nefndin það efnisval og gerð á stígnum sem sóknarnefnd Eiðasóknar hefur ákveðið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið, kostnaður verður greiddur af fjárheimildum 2017.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.