Miðbærinn á Egilsstöðum

Málsnúmer 201703059

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt er fyrir bréf Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 14.3.2017 til umfjöllunar.

Þjónustusamfélagði á Héraði hvetur nefndina til þess að kynna stöðu miðbæjarskipulags fyrir öllum fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu.
Á aðalfundi félagsins kölluðu félagsmenn eftir upplýsingum og einfaldari framkvæmdum strax áður en farið er í að reisa nýjar byggingar.

Boðað var til fundar með vinnuhóp miðbæjardeiliskipulagsins þann 17. mars sl. Á þeim fundi var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna framvindu verksins fyrir fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu.

Nefndin samþykkir að endurskoða legu gangbrauta og gönguleiða í miðbænum í samráði við hagsmunaaðila og Vegagerðina.
Jafnframt hvetur nefndin fyrirtækjaeigendur og rekstraraðila í sveitarfélaginu til að taka höndum saman í að bæta aðkomu og umhirðu innan lóðamarka sinna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67. fundur - 10.04.2017


Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir að fulltrúar þjónustusamfélagsins mæti á næsta fund nefndarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 68. fundur - 26.04.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar gestunum fyrir komuna, stefnt verður að hafa listan til hliðsjónar við forgangsröðun verkefna á sumri komanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Ívar Ingimarsson - mæting: 18:55
  • Margrét Árnadóttir - mæting: 18:55