Fyrir liggur bréf frá Vegagerðinni um úthlutun úr Styrkvegasjóði. Í hlut Fljótsdalshéraðs komu kr. 1.200.000.-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur forstöðumanni þjónustumiðstöðvar að gera tillögu um hvernig nýta megi fjármagnið sem best.
Nefndin furðar sig á þeirri upphæð sem landstærsta sveitarfélag landsins fær úthlutað og óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni um hversu hárri fjárhæð var úthlutað úr Styrkvegasjóði í ár og hvernig henni var skipt á milli sveitarfélaga.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða umsókn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.