Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun

Málsnúmer 201611003

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 361. fundur - 07.11.2016

Lagt er fyrir erindið, Ósk um skiptingu lands. Erindið er undirritað af eigendum Ketilsstaða á Völlum, en þar er farið fram á heimild bæjarstórnar til þess að selja spildu úr landi Ketilsstaða.

Landspildan er norðan Stóruvíkur og afmarkast af landi Höfða með Höfðaá, Lagarfljóti, landi Stóruvíkur, Ketilstaða og þjóðvegi 1. Afmörkun landsins á loftmynd, fylgir með erindinu.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umrædda sölu á landi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lagt er fyrir erindið ósk um breytingu á aðalskipulagi.
Eigendur Varmalands ehf. sækjast eftir því að breyta aðalskipulagi á landsvæði norðan Stóruvíkur.
Breytingin er úr landbúnaðarnotkun í verslun- og þjónustu / frístundabyggð.
Í framhaldi af breytingu aðalskipulags verður gert deiliskipulag.
Spildan afmarkast af landi Höfða með Höfðaá, Lagarfljóti, landi Stóruvíkur, Ketilstaða og þjóðvegi 1, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Strympa
Skipulagsráðgjöf, teikning númer 1624-02.
Meðfylgjandi er:
- Skýringarmynd
- Erindi Varmalands ehf.
- Samþykki/umboð eiganda Ketilsstaða fyrir breytingu á aðalskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin afgreiðsla þess þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Lagt er fyrir erindið ósk um breytingu á aðalskipulagi.
Eigendur Varmalands ehf. sækjast eftir því að breyta aðalskipulagi á landsvæði norðan Stóruvíkur.
Breytingin er úr landbúnaðarnotkun í verslun- og þjónustu / frístundabyggð.
Í framhaldi af breytingu aðalskipulags verður gert deiliskipulag.
Spildan afmarkast af landi Höfða með Höfðaá, Lagarfljóti, landi Stóruvíkur, Ketilsstaða og þjóðvegi 1, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Strympu
Skipulagsráðgjöf, teikning númer 1624-02.
Meðfylgjandi er:
- Skýringarmynd
- Erindi Varmalands ehf.
- Samþykki/umboð eiganda Ketilsstaða fyrir breytingu á aðalskipulagi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin afgreiðsla þess þegar tilskilin gögn hafa borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 60. fundur - 14.12.2016

Lögð er fyrir nefndina skipulagslýsingin, Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis á spildu úr landi jarðarinnar Ketilsstaða á Völlum, Fljótsdalshéraði, unnin af Strympa - skipulagsráðgjöf ehf.
Óskað var eftir umsögn HEF á erindi.

Fyrir liggur umsögn HEF ehf.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt erindinu, Skipulags- og byggingarfulltrúa falið úrvinnsla þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 367. fundur - 19.12.2016

Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd skipulagslýsingin, Deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis á spildu úr landi jarðarinnar Ketilsstaða á Völlum, Fljótsdalshéraði, unnin af Strympu - skipulagsráðgjöf ehf.
Óskað var eftir umsögn HEF ehf. um erindið og liggur hún fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt erindinu, Skipulags- og byggingarfulltrúa falið úrvinnsla þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 63. fundur - 08.02.2017

Lögð er skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Ketilsstaða.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi felst í því að breyta landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustusvæði.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu í samræmi við 36.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lögð er fyrir nefndina skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Ketilsstaðir - Gistiþjónusta, að lokinni kynningu.
Skipulagslýsing / verkefnalýsing var auglýst í Dagskránni og lauk kynningartíma þann 13.mars sl.

Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir og ábendingar og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar, að öðru leyti er erindið í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67. fundur - 10.04.2017


Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið innsendar ábendingar, greinargerð tillögu að breyttu aðalskipulagi Ketilsstaða og deiliskipulagsuppdrátt Strympu.

Nefndin óskar eftir breyttum uppdrætti deiliskipulags þar sem komið verði á móts við ábendingar Vilhjálms Emil Vilhjálmssonar.

Erindið verði lagt fram að nýju þegar gögn berast.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 68. fundur - 26.04.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa skuli tillögu að breyttu aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi sbr. 31.gr. og 1.mgr. 41.gr Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71. fundur - 14.06.2017

Frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagstillögu á vinnslustígi er lokið og barst ein athugasemd. Nefndin fór yfir athugasemdina og beinir því til ráðgjafa að hafa hana til hliðsjónar við lokavinnslu tillögunnar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Jafnframt staðfestir umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkt sína frá 68. fundi þann 26. apríl sl. að tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Álfaás í landi Ketilsstaða 1 og 2 verði auglýst samhliða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Náttúruverndarnefnd - 7. fundur - 19.06.2017

Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að við kaflann um veitur verði bætt umfjöllun um fráveitu. Náttúruverndarnefnd gerir ekki aðrar athugasemdir við tillöguna, að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í að breyta landnotkun á 12,8 ha svæði úr landi Ketilsstaða á Völlum, úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun og þjónustu.

Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl. Athugasemd barst frá Þórdísi Bergsdóttur og Hallgrími Bergssyni þar sem bent er á kvöð sem er á jörðinni.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur farið yfir athugasemd Þórdísar Bergsdóttur og Hallgríms Bergssonar. Álit nefndarinnar er að athugasemdin eigi ekki við skipulagstillöguna þar sem hún snýr að kvöð á jörðinni.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái meðferð skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75. fundur - 23.08.2017

Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir 12,8 ha land. Tillagan afmarkast af Höfðaá að austan og norðan, landamerkjum við Ketilsstaði og Stóruvík að sunnan og af Lagarfljóti að vestan. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði fyrri áformaða gistiþjónustu með sjö nýjum byggingarreitum ásamt aðkomu.

Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.