Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

361. fundur 07. nóvember 2016 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins á yfirstandandi ári.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti einnig ýmis mál sem tengjast fjármálum og rekstri á vegum sveitarfélagsins.

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur til við bæjarstjórn að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 85 milljónir kr. til 18 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum og fjárhagsáætlun ársins 2016. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar á hluta fjárfestinga ársins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt verði Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Farið yfir áhrif af boðuðum hækkunum mótframlaga í A- deild lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar, lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Verulegar hækkanir munu verða um næstu áramót, nema náist að ljúka samkomulagi sem var til umfjöllunar nú á haustmánuðum en náðist þá ekki sátt um.

Fjármálastjóri kynnti útreikninga á hækkun lífeyrisgreiðsla fyrir næsta ár. Einnig sagði hann frá nýrri áætlun Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um greiðslur til Fljótsdalshéraðs á árinu 2017.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að við síðari umræðu, verði fjárhagsáætlun ársins 2017 breytt þannig að tekjukaflinn verði uppfærður miðað við nýja áætlun Jöfnunarsjóðs og á móti verði tekin inn til gjalda áhrifin af væntanlegum hækkunum mótframlags í áður nefnda lífeyrissjóði. Útgjöldin verði greind niður á málaflokka og fjárhagsáætlun þannig lögð fram til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Jafnframt samþykkt að leiðrétta verðlagsspá í fjárhagsáætlun næsta árs, til samræmis við nýlega útgefna þjóðhagsspá, sem gerir ráð fyrir 2,4% verðbólgu.

3.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Lagðar fram til kynningar fundargerðir SSA frá 20. september, 6. október, 8. október og 1. nóvember 2016.

4.Brunavarnir á Héraði stjórnarfundargerð 28.10.2016

Málsnúmer 201610087

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð samþykktur að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun 2016, sem lagður verði fyrir næsta bæjarráðsfund, vegna kaupa brunavarna á slökkvibíl til notkunar m.a. við mögulega skógarelda og á svæðum sem erfitt er að komast að.

5.Fundargerð 843. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201611019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 215. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201611031

Vegna liðar 4 b, iðnaðar- og athafnasvæði frá Selhöfða til Barra, sem er innan þéttbýlismarka sveitarfélagsins og tilmæla stjórnar HEF um að það verði einnig skilgreint sem þéttbýlissvæði gagnvart raforkukaup og verðlagningu á raforku.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda erindi til Sambands ísl sveitarfélaga um að málið verði tekið til skoðunar á vettvangi Sambandins.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7.Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi

Málsnúmer 201610072

Lögð fram niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi í sveitarfélaginu.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar með bæjarfulltrúum og fulltrúum í skipulags- og mannvirkjanefnd, þar sem farið verði yfir framtíðar landnýtingu og skipulag á landspildu sveitarfélagsins úr landi Eyvindarár.

8.Virkjanakostir á Austurlandi

Málsnúmer 201610070

Bæjarráð lýsir yfir vilja til samstarfs við Orkustofnun um frumathuganir á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu.
Samþykkt að sveitarfélagið auglýsi eftir hugmyndum að slíkum virkjanakostum, sem teknir veði til skoðunar í samstarfi við viðkomandi landeigendur.

9.Rekstrarfyrirkomulag flugvalla

Málsnúmer 201611011

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. nóvember 2016, með upplýsingum varðandi vinnu starfshóps á vegum Innanríkisráðuneytisins, um endurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi flugvalla.

10.Undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks

Málsnúmer 201611020

Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem sent var Velferðarráðuneytinu 28. október 2016.

11.Kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á kynnisferð til Svíþjóðar um íbúasamráð

Málsnúmer 201611021

Lögð fram skýrsla frá Sambandi íslenskra sveitarfélag um kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Svíþjóðar í ágúst 2016.

12.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi vegna sölu gistingar / Reynivellir 13

Málsnúmer 201610018

Lagt er fyrir erindi sýslumanns á Austurlandi, Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga til umsagnar hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa.
Umsækjandi er Röskvi ehf. kt. 630704-2350.
Sótt er um leyfi til sölu gistingar í flokki II, íbúð með starfsstöð á Reynivöllum 13.

Fram kom að skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi í fl.II að Reynivöllum 13 Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

13.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Hamragerði 5

Málsnúmer 201611002

Lagt er fyrir erindi sýslumanns, ósk um umsögn á veitingu rekstrarleyfis til sölu gistingar í fl. 2 að Hamragerði 5, íbúð 501 700 Egilsstöðum. Umsækjandi er Sunna María Jóhannsdóttir kt. 300585-2809.

Rekstrarleyfi er ekki í mótsögn við gildandi skipulag og skráð byggingarstig og matsstig íbúðar er 7.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd að veitingu rekstrarleyfis til sölu gistingar í fl. 2 fyrir Hamragerði 5, íbúð 501.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

14.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun

Málsnúmer 201611003

Lagt er fyrir erindið, Ósk um skiptingu lands. Erindið er undirritað af eigendum Ketilsstaða á Völlum, en þar er farið fram á heimild bæjarstórnar til þess að selja spildu úr landi Ketilsstaða.

Landspildan er norðan Stóruvíkur og afmarkast af landi Höfða með Höfðaá, Lagarfljóti, landi Stóruvíkur, Ketilstaða og þjóðvegi 1. Afmörkun landsins á loftmynd, fylgir með erindinu.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umrædda sölu á landi.

Fundi slitið - kl. 10:00.