Bæjarráð Fljótsdalshéraðs
3.Fundargerðir stjórnar SSA.
4.Brunavarnir á Héraði stjórnarfundargerð 28.10.2016
5.Fundargerð 843. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
6.Fundargerð 215. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella
7.Niðurstaða starfshóps um framtíðarstefnu fyrir golfstarfsemi
8.Virkjanakostir á Austurlandi
9.Rekstrarfyrirkomulag flugvalla
10.Undanþágur frá íbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks
11.Kynning Sambands íslenskra sveitarfélaga á kynnisferð til Svíþjóðar um íbúasamráð
12.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi vegna sölu gistingar / Reynivellir 13
13.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Hamragerði 5
14.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun
Fundi slitið - kl. 10:00.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti einnig ýmis mál sem tengjast fjármálum og rekstri á vegum sveitarfélagsins.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur til við bæjarstjórn að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 85 milljónir kr. til 18 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum og fjárhagsáætlun ársins 2016. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til fjármögnunar á hluta fjárfestinga ársins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt verði Birni Ingimarssyni 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.