Náttúruverndarnefnd gagnrýnir þann stutta frest sem gefinn var til umsagna, en telur mikilvægt að reynt verði að finna leiðir til að hefta landbrot, sandfok og uppblástur og að stjórnar- og verndaráætlun fyrir svæðið verði kláruð. Náttúruverndarnefnd tekur undir það álit Umhverfisstofnunar að mikilvægt sé að auka og bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum á Austurlandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
2.Beiðni um skiptingu lands og breytingu á landnotkun/Ketilsstaðir 1 og 2
Náttúruverndarnefnd telur mikilvægt að við kaflann um veitur verði bætt umfjöllun um fráveitu. Náttúruverndarnefnd gerir ekki aðrar athugasemdir við tillöguna, að svo stöddu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.