Tjarnarbraut, framkvæmd 2017.

Málsnúmer 201703084

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66. fundur - 22.03.2017

Lagt er fyrir nefndina minnisblað frá EFLU um kostnað og útboðsgögn vegna Tjarnarbrautar til umræðu.

Undir þessum lið sátu Hugrún Hjálmarsdóttir frá Eflu og Kári Ólason forstöðumaður þjónustumiðstöðvarinnar.

Kostnaðaráætlun liggur fyrir.

Nefndin samþykkir að farið verði í útboð samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.
Jafnframt telur Umhverfis- og framkvæmdanefnd að brýnt sé að hefja opnun á efnistökunámu við Eyvindará, Þuríðarstaðir, sjá mál nr. 201410014, og framkvæmdum þar verði lokið fyrir 1. maí 2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 67. fundur - 10.04.2017


Fjögur tilboð bárust.

Umhverfis- og framkvæmanefnd samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Austurverk ehf. tilboðið hljóðar upp á 17.567.562,-kr. sem er 78% af kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.