Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

380. fundur 27. mars 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.

Einnig sagði Björn bæjarstjóri frá aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélags, sem hann sat í síðustu viku.

2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 23

Málsnúmer 1703009FVakta málsnúmer

Lagt fram.

3.Fundargerð 223. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201703121Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061Vakta málsnúmer

Lögð fram boð á ráðstefnuna UNGAUST 2017, sem haldin verður á Borgarfirði eystra helgina 8.-9. apríl n.k.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa Fljótsdalshéraðs til að sækja ráðstefnuna, eftir því sem þeir hafa tök á.

5.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016Vakta málsnúmer

Björn fór yfir ýmsar hugmyndir sem ræddar hafa verið í starfshópnum. Gögn sem fylgja áttu erindinu bárust hins vegar ekki fyrir fundinn og var málinu því frestað til næsta fundar.

Fundi slitið.