Umsókn um stofnframlag vegna Norðurtúns 13 - 15

Málsnúmer 201711020

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 406. fundur - 13.11.2017

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar til matsnefndar sveitarfélagsins, í samræmi við reglur Fljótsdalshéraðs um stofnframlög.
Nefndin skili svo niðurstöðu sinni til bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 407. fundur - 20.11.2017

Rædd umsókn Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins um stofnframlag frá sveitarfélaginu, vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúða fyrir skjólstæðinga sjóðsins á lóð þeirra við Norðurtún, 13 og 15.

Málið áfram í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 410. fundur - 11.12.2017

Tekin fyrir umsókn Brynju hússjóðs ÖBÍ um stofnframlag frá Fljótdalshéraði vegna fyrirhugaðrar byggingar íbúða að Norðurtúni 13 - 15.

Bæjarráðs samþykkir að veita Brynju hússjóði ÖBÍ stofnframlag að upphæð kr. 9.6 milljónir, samanber reglur sveitarfélagsins um veitingu stofnframlaga og viðauka við fjárhagsáætlun 2017 sbr. lið 2 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.