Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

389. fundur 19. júní 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

2.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskárlið og fór ásamt bæjarstjóra yfir rammann sem verið hefur í vinnslu og tillögur að áætlun sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og fjármálastjóra um endanlegan fjárhagsramma málaflokkanna fyrir árið 2018.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð 226. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201706052

Lagt fram til kynningar.

4.Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi 2017

Málsnúmer 201706068

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til umfjöllunar aðalfundar Brunavarna á Austurlandi um samstarf við Eldvarnabandalagið samþykkir bæjarráð að leggja til að Fljótsdalshérað innleiði "Eigið eldvarnaeftirlit" innan stofnana sveitarfélagsins í samstarfi við Eldvarnabandalagið. Bæjarstjóra verði falið að ganga frá samningum þar um.

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

5.Fasteignafélag Iðavalla 2017

Málsnúmer 201701153

Fram kom að boðað hefur verið til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 21. júní nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fái umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi félagsins miðvikudaginn 21. júní nk.

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

6.Fundur í samráðsnefnd um skíðasvæðið í Stafdal 14.júní 2017

Málsnúmer 201706075

Bæjarstjóri og atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi gerðu grein fyrir umræðu á fundinum.

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7.Sameiginleg húsnæðisáætlun fyrir Austurland

Málsnúmer 201706076

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna á Austurlandi áttu 14. júní sl. um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland. Samþykkt var að skipa starfshóp um verkefnið sem í sitji framkvæmdastjórar sveitarfélaganna og hefur verið boðað til fyrsta fundar starfshópsins þriðjudaginn 20. júní nk.

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

8.Landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar 2018

Málsnúmer 201706053

Lagt fram erindi frá stjórn ÆSKÞ þar sem óskað er eftir vilyrði frá bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs fyrir því að landsmót ÆSKÞ fái að fara fram á Egilsstöðum dagana 19. ? 21. október 2018. Jafnframt er óskað eftir styrk í formi aðstöðu svo mótið geti orðið að veruleika (þ.e. gistirými og íþróttahús undir dagskrá).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við skólastjóra og forstöðumann íþróttamiðstöðvar um málið og stefnt að því að taka erindið til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar í vikunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalfundur SSA 2017

Málsnúmer 201705045

Lagðar fram tillögur fræðslunefndar, ungmennaráðs, atvinnu- og menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefnar um málefni sem æskilegt væri að taka til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi SSA sem fer fram dagana 29.-30. september nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð mun taka saman þá punkta sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins og móta þær í það horf sem hentar fyrir aðlafund SSA. Málið verður áfram á dagskrá funda bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



10.Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir

Málsnúmer 201706081

Lagt fram þingskjal 547 ? 414. mál um framangreint efni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Með vísan til fyrri bókana bæjarstjórnar varðandi málefni ríkisjarða (15. júní 2016 og 19. apríl 2017) tekur bæjarráð undir þær áherslur er fram koma í framlagðri þingsályktunartillögu um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:00.