Sameiginleg húsnæðisáætlun fyrir Austurland

Málsnúmer 201706076

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 389. fundur - 19.06.2017

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundi sem fulltrúar sveitarfélaganna á Austurlandi áttu 14. júní sl. um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland. Samþykkt var að skipa starfshóp um verkefnið sem í sitji framkvæmdastjórar sveitarfélaganna og hefur verið boðað til fyrsta fundar starfshópsins þriðjudaginn 20. júní nk.

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 397. fundur - 11.09.2017

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 402. fundur - 16.10.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð frá fundi sveitarfélaga á Austurlandi varðandi þessi mál.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 415. fundur - 12.02.2018

Farið yfir fund hjá Austurbrú, sem haldinn var um gerð húsnæðisáætlana á Austurlandi.
Lagt var upp með á þeim fundi að sveitarfélögin gerðu sínar húsnæðisáætlanir, sem síðan yrðu samræmdar í húsnæðisáætlun fyrir Austurland.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Skýra sýn ehf, á grundvelli tilboðs, um gerð húsnæðisáætlun fyrir Fljótsdalshérað. Verklok verði fyrir lok apríl.

Hér þurfti Sigrún Blöndal að fara af fundi.