Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

390. fundur 26. júní 2017 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Gunnar Jónsson formaður
 • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Blöndal varaformaður
 • Páll Sigvaldason 2. varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluumboð mála, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 7. júní sl.

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir mál tengd rekstri sveitarfélagsins og ræddi uppfærslu á núverandi bókhaldskerfi þess.
Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að undirbúa uppfærslu á bókhaldskerfinu, miðað við að sú vinna fari fram á komandi hausti.

Einnig sagði Björn Ingimarsson bæjarstjóri frá fundum sem hann hefur átt og viðræðum þar um ýmis mál.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 72

Málsnúmer 1706015FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram:
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2018

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Afrit af eftirlitsskýrslu HAUST lögð fram til kynningar. Málið er nú í ferli hjá HAUST. Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að sýslumannsembættið er leyfisveitandi.
  Bæjarráð beinir því til sýslumannsembættisins, að bregðast við ábendingum og upplýsingum um brot á reglum um heimagistingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð lýsinguna. Vakin er athygli á niðurstöðu um matsskyldu í kafla 5.1.
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram, fh. sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð breytinguna og rökstuðning sem þar kemur fram um málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Bæjarráð mælir með því að breytingin verði send Skipulagsstofnun áður en hún er auglýst og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast það.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingum.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem veitir jákvæða umsögn, samþykkir bæjarráð erindið.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem veitir jákvæða umsögn, samþykkir bæjarráð erindið.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem veitir jákvæða umsögn, samþykkir bæjarráð erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem veitir jákvæða umsögn, samþykkir bæjarráð erindið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa það til úrlausnar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Félagsmálanefnd - 155

Málsnúmer 1706014FVakta málsnúmer

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

Fundargerðin lögð fram:

4.Náttúruverndarnefnd - 7

Málsnúmer 1706013FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð tekur undir með náttúruverndarnefnd og gagnrýnir þann stutta frest sem gefinn var til umsagna, en telur mikilvægt að reynt verði að finna leiðir til að hefta landbrot, sandfok og uppblástur og að stjórnar- og verndaráætlun fyrir svæðið verði kláruð. Jafnframt er tekið undir það álit Umhverfisstofnunar að mikilvægt sé að auka og bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum á Austurlandi.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð vísar í bókun bæjarstjórnar frá 21. júní sl. um málið
  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 4.3 201705045 Aðalfundur SSA 2017
  Bókun fundar Í vinnslu.

5.Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2017

Málsnúmer 201706098Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Sameiginleg húsnæðisáætlun fyrir Austurland

Málsnúmer 201706076Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

7.Fasteignafélag Iðavalla 2017

Málsnúmer 201701153Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Eftirlitsskýrsla vegna kvörtunar/sala gistingar

Málsnúmer 201706078Vakta málsnúmer

Afgreitt undir lið 2.3 í þessari fundargerð.

9.Þjóðvegur 1 í Skriðdal og vegur um Öxi.

Málsnúmer 201602103Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á mikilvægi þess að ráðist verði sem fyrst í framkvæmdir við þjóðveg 1 í Skriðdal og heilsársveg um Öxi.

Áður hefur verið vakin athygli á þeim samgöngubótum sem því fylgir fyrir fjórðunginn, en sveitarfélögin beggja megin Axar tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland, auk þess sem slíkt styttir akstursleiðina frá Reykjavík til Mið-Austurlands um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á tíma og kostnaði, að ekki sé minnst á öryggisþáttinn.
Þrátt fyrir bágborið ástand vegarins í dag er ljóst að stór hluti ferðalanga velja þessa vegtengingu umfram aðra valkosti.

Þess er því vænst, að líkt og í öðrum landshlutum, verði lausnir er leiða til hagkvæmni og styttingar leiða innan sem og á milli landshluta hafðar að leiðarljósi við stefnumarkandi ákvarðanatöku stjórnvalda varðandi framtíðar vegtengingar er snúa að Austurlandi.

Fundi slitið - kl. 11:00.