Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með náttúruverndarnefnd og gagnrýnir þann stutta frest sem gefinn var til umsagna, en telur mikilvægt að reynt verði að finna leiðir til að hefta landbrot, sandfok og uppblástur og að stjórnar- og verndaráætlun fyrir svæðið verði kláruð. Jafnframt er tekið undir það álit Umhverfisstofnunar að mikilvægt sé að auka og bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum á Austurlandi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.