Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

387. fundur 29. maí 2017 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkur atriði sem snúa að rekstri sveitarfélagsins.

Rætt um erlenda starfsmenn sem koma til vinnu í sveitarfélaginu og rétta skráningu þeirra sem launþega hjá þeirra vinnuveitendum. Starfsmönnum falið að taka saman leiðbeiningar um skráningarferlið og koma til þeirra atvinnurekenda sem eru að ráða erlenda starfsmenn til sín.

Jafnframt eru þeir sem búa í sveitarfélaginu hvattir til að skrá lögheimili sitt í samræmi við búsetu og atvinnurekendur og leigusalar hvattir til að huga að lögheimilisfestu starfsmanna og leigjenda sinna.

2.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar 2018.

3.Ábyrgðar- og skuldbyndingaryfirlit í árslok 2016

Málsnúmer 201705173Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit ársins 2016, en lagt er til að það verði framvegis afgreitt um leið og ársreikningar sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir yfirlitið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu í bæjarstjórn.

4.Greinargerð vegna tekna af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna fyrir árið 2016

Málsnúmer 201705154Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Forsætisráðuneytisins um greinargerð vegna tekna af nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna fyrir árið 2016.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra í samráði við endurskoðendur, að svara erindinu.

5.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

6.Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað - staða og horfur

Málsnúmer 201705188Vakta málsnúmer

Með vísan til hugmynda um lokun Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, leggur bæjarráð áherslu á að skólanum verði veitt tækifæri til aðlögunar á starfseminni að gildandi regluverki.
Mikið hefur verið kallað eftir stuttu og hagnýtu starfsnámi líkt og boðið hefur verið uppá í Hússtjórnarskólum og sambærilegum skólum.
Vakin er athygli á að miðað við fyrirliggjandi umsóknir yrði skólinn fullsetinn á komandi hausti.

Bæjarráð óskar eftir að vera upplýst um framgang málsins innan ráðuneytisins.

7.Aukaársfundur Stapa lífeyrissjóðs 2017

Málsnúmer 201705190Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð aukaaðalfundar Stapa lífeyrissjóðs, sem boðaður er kl. 13:00 fimmtudaginn 22. júní nk. í Hofi Akureyri.

8.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2017

Málsnúmer 201705174Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um sumarfrí bæjarstjórnar á komandi sumri.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún fari í sumarleyfi eftir fund sinn 21. júní og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 16. ágúst. Bæjarráð verði með fullnaðarafgreiðsluheimild frá og með 22. júní til 7. ágúst.
Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verði 26. júní, 3. júlí og 17. júlí. Bæjarráð verðu einnig kallað til fundar ef þurfa þykir umfram þessa föstu fundi.

9.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061Vakta málsnúmer

Til fundarins mætti Margrét Árnadóttir fulltrúi úr stjórn félagsins Ungt Austurland og fór yfir helstu málefni og niðurstöður ráðstefnu sem haldin var á Borgarfirði í vor.
Að lokinni góðri kynningu var Margréti þökkuð koman og yfirferð yfir niðurstöður ráðstefnunnar.

10.Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt)

Málsnúmer 201705189Vakta málsnúmer

Bæjarráð mun ekki gefa umsögn um málið.
Forsvarsmenn Ungs Austurlands komu til fundar við bæjarráð kl. 10:30.

Fundi slitið - kl. 11:30.