Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað - staða og horfur

Málsnúmer 201705188

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 387. fundur - 29.05.2017

Með vísan til hugmynda um lokun Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, leggur bæjarráð áherslu á að skólanum verði veitt tækifæri til aðlögunar á starfseminni að gildandi regluverki.
Mikið hefur verið kallað eftir stuttu og hagnýtu starfsnámi líkt og boðið hefur verið uppá í Hússtjórnarskólum og sambærilegum skólum.
Vakin er athygli á að miðað við fyrirliggjandi umsóknir yrði skólinn fullsetinn á komandi hausti.

Bæjarráð óskar eftir að vera upplýst um framgang málsins innan ráðuneytisins.