Ábyrgðar- og skuldbyndingaryfirlit í árslok 2016

Málsnúmer 201705173

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 387. fundur - 29.05.2017

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ábyrgðar- og skuldbindingaryfirlit ársins 2016, en lagt er til að það verði framvegis afgreitt um leið og ársreikningar sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir yfirlitið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 258. fundur - 07.06.2017

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti málið.

Í reglugerð nr. 1212/2016, um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók gildi hinn 1. janúar 2016 kemur fram að sveitarfélög skulu árlega útbúa ábyrgða-og skuldbindingayfirlit. Í yfirlitinu skulu koma fram upplýsingar um verkefni sem rekin eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Einnig skulu koma fram upplýsingar um ábyrgðir sem sveitarfélagið hefur veitt til fyrirtækja eða verkefna. Fyrir hvert fyrirtæki eða verkefni skal veita samandregnar fjárhagsupplýsingar á tilteknu formi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjastjórn samþykkir fyrirliggjandi ábyrgða- og skuldbindingaryfirlit vegna ársins 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.