Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

258. fundur 07. júní 2017 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Adda Birna Hjálmarsdóttir varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 386

Málsnúmer 1705012FVakta málsnúmer

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 387

Málsnúmer 1705016FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.1. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.1 og 2.6 og Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.6.

Fundargerðin lögð fram.
 • 2.1 201701003 Fjármál 2017
  Bókun fundar Í bæjarráði var rætt um erlenda starfsmenn sem koma til vinnu í sveitarfélaginu og rétta skráningu þeirra sem launþega hjá þeirra vinnuveitendum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Bæjarstjórn felur starfsmönnum að senda út leiðbeiningar um skráningarferlið og koma til þeirra atvinnurekenda sem eru að ráða erlenda starfsmenn til sín.
  Jafnframt eru þeir sem búa í sveitarfélaginu hvattir til að skrá lögheimili sitt í samræmi við búsetu og atvinnurekendur og leigusalar hvattir til að huga að lögheimilisfestu starfsmanna og leigjenda sinna.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 2.2 201702139 Fjárhagsáætlun 2018
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Vísað til liðar 9 í þessari fundargerð.
 • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Með vísan til hugmynda um lokun Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, leggur bæjarstjórn áherslu á að skólanum verði veitt tækifæri til aðlögunar á starfseminni að gildandi regluverki, þannig að honum verði gert kleyft að starfa áfram og sinna þeim hópi ungmenna sem þangað sækja.
  Mikið hefur verið kallað eftir stuttu og hagnýtu starfsnámi líkt og boðið hefur verið uppá í Hússtjórnarskólum og sambærilegum skólunum. Því telur bæjarstjórn mikilvægt að fækka ekki slíkum valkostum.
  Vakin er athygli á að miðað við fyrirliggjandi umsóknir yrði skólinn fullsetinn á komandi hausti.
  Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að bæjarráð verði upplýst um framgang málsins innan ráðuneytisins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram.
 • Bókun fundar Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarfrí bæjarstjórnar á komandi sumri:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hún fari í sumarleyfi eftir fund sinn 21. júní og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 16. ágúst. Jafnframt að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá og með 22. júní til 7. ágúst, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verði 26. júní, 3. júlí og 17. júlí. Bæjarráð verðu einnig kallað til fundar ef þurfa þykir umfram þessa föstu fundi.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 2.9 201702061 Ungt Austurland.
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt fram.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 54

Málsnúmer 1705013FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 3.9 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 3.5, 3.9 og 3.11.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá til umsagnar bréf dagsett 8. maí frá Þjóðskjalasafni Íslands, ásamt drögum að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og leggur áherslu á að útfært verði betur hvernig með rafræn skil gagna og varðveislu þeirra verði farið, sbr. 8. t.l. 3. greinar, þar sem hvorki liggur fyrir hver útfærsla né kostnaður vegna þessa verður. Þá leggur bæjarstjórn áherslu á að betur verði skilgreint í 6. grein hvaða gögn Þjóðskjalasafnið megi taka til varðveislu leggist héraðskjalasafn í vanhirðu og hvort þar sé ekki aðeins um að ræða gögn frá afhendingarskyldum aðilum, en ekki einkasöfn. Í 7. grein reglugerðardraganna er talað um að söfn skuli njóta styrks samkvæmt ákvörðun ráðherra. Bæjarstjórn leggur áherslu á að héraðskjalasöfnum sé tryggt rekstrarframlag frá ríkinu á hverju ári.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur samantekt vinnufundar sem haldinn var 27. apríl 2017 með fulltrúum stofnana sveitarfélagsins um þær leiðir menningarstefnu Fljótsdalshéraðs sem fjalla um menningaruppeldi. Tilgangur fundarins var að ræða og útfæra nánar þau markmið og leiðir sem stefnan kveður á um.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar samantektinni sem miðar að því að útfæra menningarstefnu sveitarfélagsins. Atvinnu- og menningarnefnd mun horfa til þeirra tillagna sem þarna koma fram og vísar þeim til frekari vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2018. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vísa samantektinni til fræðslunefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
 • Bókun fundar Fyrir liggur auglýsing um samkeppni um listaverk úr trjáviði og önnur gögn um verkefnið sem unnið er í samstarfi við Félag skógarbænda á Austurlandi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 180.000 sem tekið verði af lið 13.69.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 3.6 201705096 Kynningaráætlun
  Bókun fundar Fyrir liggur kynningaráætlun fyrir sumarið 2017, unnin af Egilsstaðastofu fyrir sveitarfélagið.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að kr. 800.000 verði varið til verkefnisins skv. fyrirliggjandi áætlun og verði fjármagnið tekið af lið 13.63.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Fyrir liggja hugmyndir um málþing frá undirbúningshópi sem sveitarfélagið skipaði til að vinna að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað og um mögulega starfsemi í félagsheimilinu Hjaltalundi. Hópnum var falið að kanna grundvöll ýmissa hugmynda og móta tillögur.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu atvinnu- og menningarnefnd samþykkir bæjarstjórn að málþing undirbúningshópsins verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0589.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggja tillögur starfshóps um stefnu fyrir tjaldsvæðið á Egilsstöðum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar starfshópnum fyrir vinnu sína við mótun stefnunnar. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt fyrirliggjandi drög að stefnu fyrir tjaldsvæðið á Egilsstöðum. Tillögum stefnunnar sem fjalla um aðgerðir og þróun tjaldsvæðisins er jafnframt vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umfjöllunar m.a. vegna gerðar fjárhagsáætlunar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 3.10 201705045 Aðalfundur SSA 2017
  Bókun fundar Vísað til bæjarráðs.
 • Bókun fundar Fyrir liggur fundargerð starfshóps um stefnu og hlutverk opinna svæða með áherslu á Tjarnargarðinn og Skjólgarðinn.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf, samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu og vísar henni til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari úrvinnslu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70

Málsnúmer 1705015FVakta málsnúmer

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 4.3.

Fundargerðin lögð fram.
 • 4.1 201705119 Viðhald fasteignar
  Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Til umræðu er erindið Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd, en Vífill Björnsson hefur sagt af sér sem fulltrúi sveitarfélagsins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tilnefnir bæjarstjórn Kjartan Róbertsson sem aðalfulltrúa og Frey Ævarsson sem varamann hans.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram.
 • 4.4 201702095 Rafbílavæðing
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lagt er fyrir bréf kvenfélagsins Bláklukku, en þar segir m.a. Vegna 70 ára afmælis þéttbýlisins á Egilsstöðum í ár, er skorað á bæjaryfirvöld að efna til átaks í snyrtingu bæjarins í tilefni að afmælinu. Þá er bæði átt við lóðir einstaklinga og fyrirtækja, ásamt opnum svæðum sveitarfélagsins. Jafnframt skorum við á ykkur að ráða garðyrkjufræðing til sveitarfélagsins til að veita faglega ráðgjöf til bæjarbúa ásamt starfi við skipulag og umhirðu bæjarins. Bláklukkur eru tilbúnar til að verða þátttakendur í að byggja upp betri umhverfisvitund okkar bæjarbúa og stuðla að fegurri bæ. Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar þann 17.5.2017.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn verkefnisstjóra umhverfismála að senda bréf á íbúa og atvinnurekendur sveitarfélagsins þar sem hvatt er til snyrtingar á lóðum og nánasta umhverfi, auglýsingin verði unnin í samstarfi við kvenfélagið Bláklukku. Erindinu að öðru leyti vísað til verkefnisstjóra umhverfismála.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 4.9 201705045 Aðalfundur SSA 2017
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt er fyrir bréf Gísla Loga Logasonar, lögfræðings fyrir hönd Íslandsbanka þar sem farið er fram á það að sveitarfélagið falli frá innlausn lóðarinnar að svo stöddu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu á grundvelli lóðarúthlutunarreglna og samþykkta sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi frá Strympu - Skipulagsráðgjöf, beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Fyrir hönd Rubin gistingar ehf, kt.460206-0730 er farið fram á að Fljótsdalshérað geri óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Breytingin felst í því að endurskilgreina landnotkun lóðar nr. 3 á svæði C (landnúmer 157472) á þann hátt að heimilt verði að stunda þar rekstur gistiheimilis í flokki II.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu. Jafnframt er bent á að breytingar á landnotkun fellur undir aðalskipulagsbreytingar og ósk um slíkt þarf að berast frá landeiganda.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Lögð er fyrir nefndina beiðni frá landeigendum Mýra í Skriðdal ásamt umsókn, óskað er eftir að landspilda verði formlega skipt til helminga eins og meðfylgjandi gögn sýna.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • 4.16 201704014 Snjómokstursbifreið
  Bókun fundar Með vísan í bókun Umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 26.4.2017 þar sem samþykkt var að taka tilboði frá IB ehf. í nýjan bíl og snjómokstursbúnað skal það áréttað að kostnaður við kaup á bíl og búnaði fjármagnast af eignasjóði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfestir bæjarstjórn kaup á nýjum snjómokstursbíl og búnaði honum tengdum. Kaupverðið er 11.430.000 með virðisauka samkvæmt gengi 24.4.2017. Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2017.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar greindi Björn Ingimarsson bæjarstjóri nefndinni frá ráðningu nýs Skipulags- og byggingarfulltrúa. Um starfið sóttu sex einstaklingar. Ákveðið hefur verið að ráða Gunnlaug Rúnar Sigurðsson í starfið.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og býður Gunnlaug Rúnar velkominn til starfa. Jafnframt þakkar bæjarstjórn Vífli Björnssyni kærlega fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 250

Málsnúmer 1705019FVakta málsnúmer

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 31

Málsnúmer 1705014FVakta málsnúmer

Til máls tók: Adda Birna Hjálmarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 32

Málsnúmer 1705024FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 59

Málsnúmer 1705018FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.8.

Fundargerðin lögð fram.
 • 8.1 201702030 Ormsteiti 2017
  Bókun fundar Erindinu vísað til framkvæmdastjóra Ormsteitis.
 • 8.2 201705178 Forvarnadagur 2017
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og lýsir ánægju sinni með forvarnardaginn og þeirri samvinnu sem er á milli Ungmennaráðs og Nýungar. Bæjarstjórn vonast til þess að forvarnardagurinn verði haldinn áfram með svipuðu sniði næstu ár.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs kynnti Reynir Hólm Gunnarsson tillögur að breyttu fyrirkomulagi Vegahúss veturinn 2017-2018.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og lýsir ánægju sinni með aukna þjónustu Vegahúss og vonast til þess að sú frábæra aðstaða sem þar er til staðar verði betur nýtt.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 8.4 201705045 Aðalfundur SSA 2017
  Bókun fundar Tillögunum vísað til bæjarráðs.
 • 8.5 201701005 Ungmennaþing 2017
  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
 • Bókun fundar Vísað til bæjarráðs.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir að vísa hugmyndum ungmennaráðs um breytingar á samþykktum ráðsins og aðgengi ráðsmanna að fundargátt til bæjarráðs til skoðunar.
  Jafnframt þakkar bæjarstjórn fráfarandi ungmennaráði fyrir öfluga vinnu á liðnum vetri og gott samstarf.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ábyrgðar- og skuldbyndingaryfirlit í árslok 2016

Málsnúmer 201705173Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson sem kynnti málið.

Í reglugerð nr. 1212/2016, um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga, sem tók gildi hinn 1. janúar 2016 kemur fram að sveitarfélög skulu árlega útbúa ábyrgða-og skuldbindingayfirlit. Í yfirlitinu skulu koma fram upplýsingar um verkefni sem rekin eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Einnig skulu koma fram upplýsingar um ábyrgðir sem sveitarfélagið hefur veitt til fyrirtækja eða verkefna. Fyrir hvert fyrirtæki eða verkefni skal veita samandregnar fjárhagsupplýsingar á tilteknu formi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjastjórn samþykkir fyrirliggjandi ábyrgða- og skuldbindingaryfirlit vegna ársins 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu veitinga Egilsstaðir 1

Málsnúmer 201705028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II að Egilsstöðum 1, Fjóshornið.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (G.J.)

Fundi slitið - kl. 18:30.