Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70
Málsnúmer 1705015F
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Til umræðu er erindið Skipan fulltrúa í svæðisskipulagsnefnd, en Vífill Björnsson hefur sagt af sér sem fulltrúi sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tilnefnir bæjarstjórn Kjartan Róbertsson sem aðalfulltrúa og Frey Ævarsson sem varamann hans.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
.4
201702095
Rafbílavæðing
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt er fyrir bréf kvenfélagsins Bláklukku, en þar segir m.a. Vegna 70 ára afmælis þéttbýlisins á Egilsstöðum í ár, er skorað á bæjaryfirvöld að efna til átaks í snyrtingu bæjarins í tilefni að afmælinu. Þá er bæði átt við lóðir einstaklinga og fyrirtækja, ásamt opnum svæðum sveitarfélagsins. Jafnframt skorum við á ykkur að ráða garðyrkjufræðing til sveitarfélagsins til að veita faglega ráðgjöf til bæjarbúa ásamt starfi við skipulag og umhirðu bæjarins. Bláklukkur eru tilbúnar til að verða þátttakendur í að byggja upp betri umhverfisvitund okkar bæjarbúa og stuðla að fegurri bæ. Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar þann 17.5.2017.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn verkefnisstjóra umhverfismála að senda bréf á íbúa og atvinnurekendur sveitarfélagsins þar sem hvatt er til snyrtingar á lóðum og nánasta umhverfi, auglýsingin verði unnin í samstarfi við kvenfélagið Bláklukku. Erindinu að öðru leyti vísað til verkefnisstjóra umhverfismála.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt er fyrir bréf Gísla Loga Logasonar, lögfræðings fyrir hönd Íslandsbanka þar sem farið er fram á það að sveitarfélagið falli frá innlausn lóðarinnar að svo stöddu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu á grundvelli lóðarúthlutunarreglna og samþykkta sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi frá Strympu - Skipulagsráðgjöf, beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Fyrir hönd Rubin gistingar ehf, kt.460206-0730 er farið fram á að Fljótsdalshérað geri óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Breytingin felst í því að endurskilgreina landnotkun lóðar nr. 3 á svæði C (landnúmer 157472) á þann hátt að heimilt verði að stunda þar rekstur gistiheimilis í flokki II.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu. Jafnframt er bent á að breytingar á landnotkun fellur undir aðalskipulagsbreytingar og ósk um slíkt þarf að berast frá landeiganda.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lögð er fyrir nefndina beiðni frá landeigendum Mýra í Skriðdal ásamt umsókn, óskað er eftir að landspilda verði formlega skipt til helminga eins og meðfylgjandi gögn sýna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Með vísan í bókun Umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 26.4.2017 þar sem samþykkt var að taka tilboði frá IB ehf. í nýjan bíl og snjómokstursbúnað skal það áréttað að kostnaður við kaup á bíl og búnaði fjármagnast af eignasjóði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfestir bæjarstjórn kaup á nýjum snjómokstursbíl og búnaði honum tengdum. Kaupverðið er 11.430.000 með virðisauka samkvæmt gengi 24.4.2017. Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaráætlunar fyrir árið 2017.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar greindi Björn Ingimarsson bæjarstjóri nefndinni frá ráðningu nýs Skipulags- og byggingarfulltrúa. Um starfið sóttu sex einstaklingar. Ákveðið hefur verið að ráða Gunnlaug Rúnar Sigurðsson í starfið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og býður Gunnlaug Rúnar velkominn til starfa. Jafnframt þakkar bæjarstjórn Vífli Björnssyni kærlega fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.