Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 59

Málsnúmer 1705018F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 258. fundur - 07.06.2017

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 8.8.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201702030 Ormsteiti 2017
    Bókun fundar Erindinu vísað til framkvæmdastjóra Ormsteitis.
  • .2 201705178 Forvarnadagur 2017
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og lýsir ánægju sinni með forvarnardaginn og þeirri samvinnu sem er á milli Ungmennaráðs og Nýungar. Bæjarstjórn vonast til þess að forvarnardagurinn verði haldinn áfram með svipuðu sniði næstu ár.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi ungmennaráðs kynnti Reynir Hólm Gunnarsson tillögur að breyttu fyrirkomulagi Vegahúss veturinn 2017-2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og lýsir ánægju sinni með aukna þjónustu Vegahúss og vonast til þess að sú frábæra aðstaða sem þar er til staðar verði betur nýtt.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .4 201705045 Aðalfundur SSA 2017
    Bókun fundar Tillögunum vísað til bæjarráðs.
  • .5 201701005 Ungmennaþing 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar.
  • Bókun fundar Vísað til bæjarráðs.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa hugmyndum ungmennaráðs um breytingar á samþykktum ráðsins og aðgengi ráðsmanna að fundargátt til bæjarráðs til skoðunar.
    Jafnframt þakkar bæjarstjórn fráfarandi ungmennaráði fyrir öfluga vinnu á liðnum vetri og gott samstarf.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.