Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 387
Málsnúmer 1705016F
.1
201701003
Fjármál 2017
Bókun fundar
Í bæjarráði var rætt um erlenda starfsmenn sem koma til vinnu í sveitarfélaginu og rétta skráningu þeirra sem launþega hjá þeirra vinnuveitendum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn felur starfsmönnum að senda út leiðbeiningar um skráningarferlið og koma til þeirra atvinnurekenda sem eru að ráða erlenda starfsmenn til sín.
Jafnframt eru þeir sem búa í sveitarfélaginu hvattir til að skrá lögheimili sitt í samræmi við búsetu og atvinnurekendur og leigusalar hvattir til að huga að lögheimilisfestu starfsmanna og leigjenda sinna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Vísað til liðar 9 í þessari fundargerð.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til hugmynda um lokun Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, leggur bæjarstjórn áherslu á að skólanum verði veitt tækifæri til aðlögunar á starfseminni að gildandi regluverki, þannig að honum verði gert kleyft að starfa áfram og sinna þeim hópi ungmenna sem þangað sækja.
Mikið hefur verið kallað eftir stuttu og hagnýtu starfsnámi líkt og boðið hefur verið uppá í Hússtjórnarskólum og sambærilegum skólunum. Því telur bæjarstjórn mikilvægt að fækka ekki slíkum valkostum.
Vakin er athygli á að miðað við fyrirliggjandi umsóknir yrði skólinn fullsetinn á komandi hausti.
Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að bæjarráð verði upplýst um framgang málsins innan ráðuneytisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Lögð fram eftirfarandi tillaga um sumarfrí bæjarstjórnar á komandi sumri:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hún fari í sumarleyfi eftir fund sinn 21. júní og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 16. ágúst. Jafnframt að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá og með 22. júní til 7. ágúst, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fundir bæjarráðs á sumarleyfistíma bæjarstjórnar verði 26. júní, 3. júlí og 17. júlí. Bæjarráð verðu einnig kallað til fundar ef þurfa þykir umfram þessa föstu fundi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram.
Fundargerðin lögð fram.