Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

265. fundur 15. nóvember 2017 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigvaldi H Ragnarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Aðalsteinn Ásmundarson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201702139

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram áætlunina til síðari umræðu í bæjarstjórn. Áður hefur hún verið afgreidd af bæjarráði og við fyrri umræðu í bæjarstjórn, auk þess sem hún var kynnt á opnum borgarafundi 9. nóv. sl.


Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2018 nema 4.335 millj. kr. samkvæmt samstæðu fyrir A og B hluta, en þar af nema rekstrartekjur A hluta 3.936 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir verða alls 3.453 millj. kr. í samstæðu fyrir A og B hluta, þar af eru rekstrargjöld A hluta áætluð 3.351 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta nema 293 millj., þar af 177 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir verða neikvæðir um 373 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 273 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði og afskriftir er rekstrarafkoma ársins jákvæð um 223 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af er afkoma A-hluta jákvæð um 134 millj. kr.

Veltufé frá rekstri er jákvætt um 706 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 473 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins 2018 nema nettó 246 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 167 millj. í A hluta.
Afborganir af lánum og leiguskuldbindingum hjá samstæðu A og B hluta verða 541 millj. kr. á árinu 2018, þar af 358 millj. í A hluta.

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 8.050 millj. kr. í árslok 2018 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 4.989 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 153,5% í árslok 2018. Skuldaviðmið A hluta verður 114,5% í árslok 2018.

Fjárhagsáætlun 2018-2021 í heild sinni er að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi álagningarhlutföll og viðmiðunartölur fyrir árið 2018 verði sem hér segir:
Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%
Fasteignaskattur verði óbreyttur, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Lóðarleiga verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75%

Viðmiðunartölur vegna heimildar sveitarfélaga til að lækka fasteignaskatt hjá tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum verði þessar:

Hámark afsláttar verði: kr. 70.630
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark 2.846.000
Hámark 3.735.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark 4.002.000
Hámark 5.071.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2019 - 2021, en fyrri umræða fór fram 1. nóvember sl. og var hún birt í Kauphöllinni þann sama dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 405

Málsnúmer 1710023F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu undir lið 2.6 og úrskurðaði fundarstjóri hann vanhæfan og vék Stefán Bogi af fundi meðan fundargerðin var afgreidd.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 406

Málsnúmer 1711004F

Fundargerðin lögð fram.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 58

Málsnúmer 1711002F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur fundarboð á Aðalfund Héraðsskjalasafns Austfirðinga, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. nóvember 2017 á Skriðuklaustri. Einnig liggur fyrir ársskýrsla og ársreikningur safnsins fyrir 2016 og fjárhagsáætlun fyrir 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Óðinn Gunnar starfsmaður nefndarinnar verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.5 201702030 Ormsteiti 2017
    Bókun fundar Málið var áður á dagskrá atvinnu- og menningarnefndar 23. október 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að myndaður verði starfshópur sem geri tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis. Leitað verði til eftirfarandi aðila um skipan fulltrúa í hópinn: Ungt Austurland, Þjónustusamfélagið á Héraði, ungmennaráð Fljótsdalshéraðs, Félag eldri borgara á Héraði. Einnig skipi hópinn Aðalheiður Björt Unnarsdóttir frá atvinnu- og menningarnefnd og starfsmaður verði Óðinn Gunnar Óðinsson.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.6 201711016 Menningarstyrkir 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 80

Málsnúmer 1710021F

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.4. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 5.4 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 5.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 5.1 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð 159. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Málið var áður á dagskrá umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 25. október sl. Nefndin hefur farið yfir forsendur verðskrár um snjómokstur og hálkuvarnir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ganga til samninga við verktaka í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Kynning á lagabreytingu vegna sundurliðun gagna niður á atvinnugreinaflokka og sveitafélög í lögum um meðhöndlun úrgangs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og áréttar að verktaki tryggi innleiðingu breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, sem öðlast gildi þann 1. janúar 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Að öðru leiti lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Erindi frá Þjónustusamfélaginu sem var áður á dagskrá þann 10. maí sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmönnum afgreiðslu málsins og funda með forsvarsmönnum Þjónustusamfélagsins um uppsetningu jólaskreytinga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lagðar fram hugmyndir 10. bekkinga Egilsstaðaskóla um verkefni í sveitafélaginu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar 10. bekkingum Egilsstaðaskóla fyrir erindið. Tillögum vísað til skipulagsgerðar og starfsáætlunar nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Náttúruverndarnefnd - 8

Málsnúmer 1710022F

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.