Lagt fram erindi frá Vilhjálmi Vernharðssyni og Elísabet Kristjánsdóttur, þar sem óskað er heimildar sveitarfélagins fyrir heimakennslu vegna dóttur þeirra. Hún mun þó að hluta til stunda nám við Brekkuskóla á Akureyri, líkt og verið hefur undanfarin ár.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til vinnslu hjá fræðslufulltrúa sem leggur svo málið fyrir fræðslunefnd.
Bæjarráð samþykkir að taka saman yfirlit yfir viðtalstíma bæjarfulltrúa á komandi vetri, í samræmi við umræður á fundinum, sem lagt verði fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs skorar á ríkisstjórn Íslands að bregðast þegar við bráðavanda sem upp er kominn í sauðfjárrækt. Miðað við núverandi stöðu er mikil hætta á alvarlegri byggðaröskun sem kæmi þungt niður á samfélögum til sveita og þeim sveitarfélögum sem byggja að miklu leyti á landbúnaði. Jafnframt leggur bæjarráð þunga áherslu á það að stjórnvöld, forysta bænda og fulltrúar afurðastöðva og verslana vinni saman að því að treysta rekstarskilyrði sauðfjárræktar til framtíðar, einkum á þeim svæðum sem eru landgæðalega vel fallin til sauðfjárbúskapar. Einnig telur bæjarráð nauðsynlegt að stjórnvöld vinni markvisst að því að styrkja undirstöður til fjölbreyttara atvinnulífs í dreifðum byggðum landsins.