Viðhald á sauðfjárveikivarnagirðingum

Málsnúmer 202002078

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 127. fundur - 26.02.2020

Til umræðu eru sauðfjárveikivarnagirðingar á Fljótsdalshéraði. Um nokkurra ára skeið hefur girðingum sem aðskilja varnarhólf ekki verið viðhaldið sem skyldi.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 128. fundur - 11.03.2020

Til umræðu eru sauðfjárveikivarnagirðingar á Fljótsdalshéraði. Um nokkurra ára skeið hefur girðingum sem aðskilja varnarhólf ekki verið viðhaldið sem skyldi. Málið var áður til umfjöllunar á fundi nr. 127 þann 26. febrúar sl.

Í ljósi bágs ástands sauðfjárveikivarnagirðinga beinir umhverfis- og framkvæmdanefnd því til starfsmanns nefndarinnar að kalla til fulltrúa frá MAST til viðræðna á næsta fund um mögulega úrlausn mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 130. fundur - 08.04.2020

Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur fyrir að bregðast þurfi við ástandi á sauðfjárveikvarnargirðingum. Þorsteinn Bergsson dýraeftirlitsmaður hjá MAST mætir á fundinn og fór yfir ástand girðinga.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fer fram á það við Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti að veita fé til viðgerða á varnarlínunni Reyðarfjarðarlínu (nr. 20 skv. auglýsingu nr. 88/2018) sem aðskilur Austfjarða-og Suðurfjarðahólf, þannig að ljúka megi þeim fyrir 15. júní 2020. Þar sem hlutar girðingarinnar eru orðnir hættulegir búfé, villtum dýrum og fólki eins og þeir eru, telur sveitarfélagið sér skylt að láta fjarlægja áðurnefnda hluta girðingarinnar á kostnað eiganda skv. 8. gr. girðingarlaga nr. 135/2001. Ljóst er að sjúkdómastaða sauðfjársjúkdóma í Austfjarða- og Suðurfjarðahólfi er ekki hin sama og því skylt að halda varnarlínunni við skv. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Sveitarfélagið harmar því að þurfa að grípa til ofangreindra ráðstafana, en vegna alvarlegrar vanrækslu á viðhaldi girðingarinnar undanfarin ár, er sóttvarnagildi hennar hvort sem er ekki til staðar.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.