Umsókn um tækifærisleyfi/Ball eftir söngvakeppni ME

Málsnúmer 201702126

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 375. fundur - 27.02.2017

Lögð fram beiðni Sýslumanns Austurlands um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna dansleiks í kjölfar söngvakeppni ME, sem haldin verður í Valaskjálf 24. mars. Um er að ræða lokað einkasamkvæmi.

Fyrir liggur að Heilbrigðiseftirlitið gefur jákvæða umsögn.

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið eins og það liggur fyrir.
Bæjarstjórn staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetninga staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.