Umsókn um tækifæris- og tímabundið áfengisleyfi/Góu gleði í Brúarási

Málsnúmer 201702004

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 372. fundur - 06.02.2017

Lagt fram til umsagnar umsókn um tækifæris- og tímabundið áfengisleyfi vegna Góugleði í Brúarási 4. mars nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um tækifæris- og tímabundið áfengisleyfi vegna Góugleði í Brúarási 4. mars nk. eins og hún liggur fyrir. Bæjarráð staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.