Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Unalækur A6

Málsnúmer 201701135

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 372. fundur - 06.02.2017

Í samræmi við nýsamþykktar verklagsreglur sveitarfélagsins, er málinu vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu, að fenginni endanlegri umsögn byggingarfulltrúa.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 15.02.2017

Fyrir liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar að Unalæk 6a í flokki II.

Málið er í vinnslu hjá byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til afgreiðsla byggingarfulltrúa liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 03.05.2017

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar án veitinga í flokki II í gistiskála á lóðinni Unalækur A6.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.