Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

256. fundur 03. maí 2017 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 383

Málsnúmer 1704007F

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 52

Málsnúmer 1704008F

Fundargerðin lögð fram.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 68

Málsnúmer 1704009F

Til máls tóku: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi liði 3.6, 3.7, 3.9 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi lið 3.6 og Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

4.Íþrótta- og tómstundanefnd - 30

Málsnúmer 1703026F

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir fundi íþrótta og tómstundanefndar lá tölvupóstur frá Magnúsi Ver Magnússyni, dagsettur 27. mars 2017, þar sem óskað er eftir styrk til að halda Austfjarðatröllið í lok ágúst 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Austfjarðatröllið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689, enda er þá gert ráð fyrir að hluti keppninnar fari fram í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til bæjarráðs

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að tómstundanámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar NýUngar, verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að forvarnardagur fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára á Fljótsdalshéraði, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvar, verði styrktur um kr. 100.000 Fjármagnið verði tekið af lið 0689.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar/Eyjólfsstaðaskógur lóð 3

Málsnúmer 201704032

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Eyjólfsstaðaskógi lóð 3.

Fyrir liggur neikvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á framangreindum forsendum veitir bæjarstjórn neikvæða umsögn um rekstrarleyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um tækifærisleyfi/lokað einkasamkvæmi fyrir nemendur ME og gesti þeirra

Málsnúmer 201704086

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tímabundið tækifærisleyfi vegna einkasamkvæmis Menntaskólans á Egilsstöðum, sem haldið verður í Café Egilsstaðir 05.05. næstkomandi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Unalækur A6

Málsnúmer 201701135

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar án veitinga í flokki II í gistiskála á lóðinni Unalækur A6.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Unalækur B2

Málsnúmer 201703077

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar án veitinga í flokki II í gistiskála á lóðinni Unalækur B2.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.