Íþrótta- og tómstundanefnd - 30

Málsnúmer 1703026F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 03.05.2017

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir fundi íþrótta og tómstundanefndar lá tölvupóstur frá Magnúsi Ver Magnússyni, dagsettur 27. mars 2017, þar sem óskað er eftir styrk til að halda Austfjarðatröllið í lok ágúst 2017.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Austfjarðatröllið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689, enda er þá gert ráð fyrir að hluti keppninnar fari fram í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til bæjarráðs

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að tómstundanámskeið fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar NýUngar, verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að forvarnardagur fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára á Fljótsdalshéraði, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvar, verði styrktur um kr. 100.000 Fjármagnið verði tekið af lið 0689.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.