Íþrótta- og tómstundanefnd

30. fundur 26. apríl 2017 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála

1.Umsókn um styrk vegna Austfjarðatrölls 2017

Málsnúmer 201703170

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Ver Magnússyni, dagsettur 27. mars 2017, þar sem óskað er eftir styrk til að halda Austfjarðatröllið í lok ágúst 2017. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Austfjarðatröllið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 689, enda er þá gert ráð fyrir að hluti keppninnar fari fram í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 201704016

Í vinnslu

3.Styrkbeiðni vegna vatnstjórns á vegi að æfingasvæði SKAUST.

Málsnúmer 201704018

Fyrir liggur tölvupóstur frá Bjarna Þór Haraldssyni, formanni SKAUST, þar sem gerð er grein fyrir skemmdum sem urðu á vegi að æfingasvæði félagsins og beðið um styrk til lagfæringa á veginum. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sumarnámskeið fyrir 10-12 ára.

Málsnúmer 201704056

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Pálssyni vegna beiðni um styrk fyrir sumarnámskeiði. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að tómstundanámskeið fyrir börn á aldringum 10-12 ára, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar NýUngar verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Forvarnardagur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201704057

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Pálssyni vegna beiðni um styrk fyrir Forvarnardegi á Fljótsdalshéraði. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að forvarnardagur fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára á Fljótsdalshéraði, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvar verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.