Íþrótta- og tómstundanefnd

30. fundur 26. apríl 2017 kl. 17:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála

1.Umsókn um styrk vegna Austfjarðatrölls 2017

Málsnúmer 201703170Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Ver Magnússyni, dagsettur 27. mars 2017, þar sem óskað er eftir styrk til að halda Austfjarðatröllið í lok ágúst 2017. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Austfjarðatröllið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 689, enda er þá gert ráð fyrir að hluti keppninnar fari fram í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2018

Málsnúmer 201704016Vakta málsnúmer

Í vinnslu

3.Styrkbeiðni vegna vatnstjórns á vegi að æfingasvæði SKAUST.

Málsnúmer 201704018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Bjarna Þór Haraldssyni, formanni SKAUST, þar sem gerð er grein fyrir skemmdum sem urðu á vegi að æfingasvæði félagsins og beðið um styrk til lagfæringa á veginum. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sumarnámskeið fyrir 10-12 ára.

Málsnúmer 201704056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Pálssyni vegna beiðni um styrk fyrir sumarnámskeiði. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að tómstundanámskeið fyrir börn á aldringum 10-12 ára, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar NýUngar verði styrkt um kr. 200.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Forvarnardagur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201704057Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Árna Pálssyni vegna beiðni um styrk fyrir Forvarnardegi á Fljótsdalshéraði. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að forvarnardagur fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára á Fljótsdalshéraði, sem stýrt er af starfsmönnum félagsmiðstöðvar verði styrkt um kr. 100.000 sem tekið verði af lið 0689.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.