Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum

Málsnúmer 201701034

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 62. fundur - 25.01.2017

Lagt er fyrir erindið Tillaga að aðgerðaráætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna.

Undir þessum lið sitja Hreinn Halldórsson og Kjartan Róbertsson.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í endurnýjun á sparkvöllum við Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla á komandi sumri, til að svo geti orðið þá óskar nefndin eftir aukafjárveitingu til þessara verka.
Verið er að leita leiða til að vinna verkin í samstarfi við nágrannasveitarfélög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 372. fundur - 06.02.2017

Rædd möguleg fjármögnun verkefnisins, en þeirri vinnu var vísað til bæjarráðs á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Farið yfir málið og samþykkt að vinna málið frekar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 373. fundur - 13.02.2017

Vísað til afgreiðslu í lið 2 í þessari fundargerð.