Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

384. fundur 08. maí 2017 kl. 08:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri
Framkvæmdastjórn HSA kom til fundar með bæjarráði kl. 11:00.

1.Samstarfssamningur við Íþróttafélagið Hött

Málsnúmer 201611095Vakta málsnúmer

Til fundarins mættu Davíð Sigurðarson formaður Hattar og Einar Andrésson úr byggingarnefnd Hattar, til að ræða samstarfssamning milli Hattar og Fljótsdalshéraðs um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Eftir góða kynningu og umræður var gestunum þökkuð koman og veittar upplýsingar.

2.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur sveitarfélagins.

Björn Ingimarsson, sagði frá fundi í stjórn SV-Aust. og stöðu mála í því verkefni.

Einnig sagði hann frá fundi með Byggðastofnun sem hann sat í síðustu viku, en þar voru málefni Barra til umræðu.

Einnig lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingályktunar um fjármálaáætlun 2018 - 2022 (402. mál)

Bæjarráð tekur undir umsögn Sambandsins um fjármálaáætlunina.

3.Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

Málsnúmer 201701027Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 8. fundar stjórnar SSA frá 18. apríl 2017.

4.Fundargerð 224. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201705004Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir Ársala b.s. 2017

Málsnúmer 201702058Vakta málsnúmer

Fundargerðin 20. stjórnarfundar Ársala frá 3. maí, lögð fram til kynningar.

Bæjarráð hvetur til þess að boðaður aðalfundur taki til umræðu framtíð húsnæðisins að Lagarási 27 til 33.

6.Sláturhúsið Menningarsetur - Samþykktir og niðurfærsla hlutafjár

Málsnúmer 201705024Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerð hluthafafundar Sláturhússins- Menningarseturs frá því í maí 2017.

7.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf. 2017

Málsnúmer 201704104Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á aðalfund Vísindagarðsins ehf, sem haldinn verður þriðjudaginn 16. maí kl. 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Lyngási 12.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

8.Ársfundur Sjálfbærnisverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2017

Málsnúmer 201705002Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð ársfundar Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaráls og Landsvirkjunar, sem haldinn verður á Eskifirði 9. maí nk.

9.Aðalfundur Ársala bs. 2017

Málsnúmer 201705011Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð aðalfundar Ársala bs, sem haldinn verður í fundarsal bæjarstjórnar þriðjudaginn 16. maí nk. kl. 15:00.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.
Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að mæta á fundinn.

10.Stofnframlög 2017

Málsnúmer 201705003Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Íbúðalánasjóði, þar sem vakin er athygli á auglýsingu um úthlutun stofnframlaga 2017, fyrri úthlutun.

11.Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201705010Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga fyrir árið 2016.

12.Samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum

Málsnúmer 201704070Vakta málsnúmer

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs 24. apríl undir máli 201704054.

13.Styrkbeiðni vegna vatnstjóns á vegi að æfingasvæði SKAUST.

Málsnúmer 201704018Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa SKAUST og fá betri upplýsingar um málið.

14.Fyrirhugðu hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu

Málsnúmer 201705025Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Ívari Ingimarssyni dagsett 04.05. 2017.

Ræddar hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og áhrif þeirrar hækkunar á ferðaþjónustu á Austurlandi.

Bæjarráð gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið. Fulltrúar sveitarfélagsins munu hér eftir sem hingað til leitast við að tala fyrir hagsmunum greinarinnar á Austurlandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fjármálaráðherra og ráðherra ferðamála til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu greinina á Austurlandi og treyst hana í sessi sem heilsárs atvinnugrein á svæðinu.

15.Frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna

Málsnúmer 201704106Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

Bæjarráð tekur undir efni frumvarpsins.

16.Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði

Málsnúmer 201704107Vakta málsnúmer

Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Bæjarráð tekur undir efni frumvarpsins.

17.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög(fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)

Málsnúmer 201705001Vakta málsnúmer

Bæjarráð veitir ekki umsögn.

Fundi slitið - kl. 11:00.