Fyrirhugðu hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu

Málsnúmer 201705025

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 384. fundur - 08.05.2017

Fyrir fundinum lá erindi frá Ívari Ingimarssyni dagsett 04.05. 2017.

Ræddar hugmyndir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu og áhrif þeirrar hækkunar á ferðaþjónustu á Austurlandi.

Bæjarráð gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélagið. Fulltrúar sveitarfélagsins munu hér eftir sem hingað til leitast við að tala fyrir hagsmunum greinarinnar á Austurlandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fjármálaráðherra og ráðherra ferðamála til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu greinina á Austurlandi og treyst hana í sessi sem heilsárs atvinnugrein á svæðinu.