Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

392. fundur 17. júlí 2017 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Gunnar Jónsson formaður
 • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason 2. varamaður
 • Árni Kristinsson 1. varamaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál og upplýsti bæjarráðsmenn um stöðuna.

Vegna óformlegrar fyrirspurnar um möguleg kaup sveitarfélagsins á Hraungarði 8 Eiðum, þá sér bæjarráð ekki þörf á að sveitarfélagið eignist þetta húsnæði.

Vegna hugmynda um afmæliskaffi, í tilefni af 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum, samþykkir bæjarráð aukafjárveitingu til Ormsteitis upp á allt að 500 þúsund kr. vegna þessa. Upphæðinni verði færð á liðinn 05-77.

Bæjarstjóri kynnti drög að dagskrá vinabæjarmótsins sem verður á Egilsstöðum 10. - 12. ágúst.

2.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 73

Málsnúmer 1707002FVakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagt fram minnisblað varðandi norrænt samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun þéttbýlissvæða. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins um þátttöku og hversu margir fulltrúar eigi að sækja upphafssmiðju verkefnisins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að Fljótsdalshérað taki þátt í verkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgun á Norðurlöndum. Samþykkt að tveimur aðilum frá sveitarfélaginu, verkefnisstjóra umhverfismála og verkefnastjóra íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála, verði gert kleift að sækja upphafssmiðju verkefnisins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var lagt fram bréf frá eigendum Bjarkasels 16. Málið var áður á dagskrá 71. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 14.6. sl. Fyrir liggja innmælingar á húsum nr. 14, 16 og 18 við Bjarkasel unnar af Verkís.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að niðurstaðan verði kynnt húseigendum.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Landsneti þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í verkefnisráð - samráðsvettvang hagsmunaaðila vegna Kröflulínu 3.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að tilnefna Árna Kristinsson í ráðið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lögð eru fram drög að samningi milli Samkaupa og Fljótsdalshéraðs um afnotarétt af landi undir bílastæði austan Kaupvangs 2.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlögð drög að samningi milli Samkaupa og Fljótsdalshéraðs, um afnotarétt, malbikun og frágang bílastæða á bílastæðalóð sem liggur að Kaupvangi 6 og að gildistími samningsins verði 15 ár.
  Einnig tekur bæjarráð undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og staðfestir að lóðin Kaupvangur 2 er eign Fljótsdalshéraðs og gerir ekki athugasemdir við samning milli Samkaupa og húseigenda að Kaupvangi 2.

  Bæjarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samninga fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram bréf frá Halldóri Vilhjálmssyni varðandi ætlaðar skemmdir á lóðum hans.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarráð skaðabótakröfunni, en felur starfsmönnum þjónustumiðstöðvar að lagfæra þær skemmdir sem sannanlega hafa orðið vegna framkvæmda við götuna.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram bréf frá Bylgju Borgþórsdóttur varðandi lokun gatna og merkingar í tengslum við Unglingalandsmót UMFÍ.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið, en bendir á að merkingar á þjóðvegi við Fellavöll þarf að vinna í samráði við Vegagerðina.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram bréf frá eigendum húsa númer 4 og 6 við Einbúablá varðandi göngustíg milli lóðanna og yfir í Árskóga.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarráð forstöðumanni þjónustumiðstöðvar málið til úrlausnar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram bréf frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu Víðilækjarvegar af vegaskrá.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að skv. Þjóðskrá er íbúi með lögheimili á Víðilæk. Auk þess er atvinnustarfsemi (skógrækt) á jörðinni. Bæjarráð mótmælir því þessari einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 2.11 201706110 Plastlaus september 2017
  Bókun fundar Lagt fram bréf frá Dóru Magnúsdóttur verkefnisstjóra Plastlauss september, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi við verkefnið.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð bendir á að sveitarfélagið hefur ákveðið að í tilefni 70 ára afmælis Egilsstaðakauptúns verði öllum heimilum í sveitarfélaginu færður að gjöf margnota innkaupapoki.
  Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lítur á það sem stuðning Fljótsdalshéraðs við verkefnið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Lagt fram bréf frá Önnu Maríu Arnfinnsdóttur, fyrir hönd Skemmukvenna, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp skilti sem vekja athygli á starfsemi þeirra.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og hafnar erindinu, en gefur leyfi fyrir skiltum framan við húsið og á gatnamótum Fagradalsbrautar og Kaupvangs. Það skilti skal vera í samræmi við önnur skilti sem þar eru. Einnig er bent á möguleika á að setja merkingar á vegvísaskilti í þéttbýlinu í samráði við sveitarfélagið.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lögð fram til kynningar ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2016.
 • Bókun fundar Lögð fram til kynningar ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2016.
 • Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð 82. fundar Landbótasjóðs Norður-Héraðs.
 • Bókun fundar Lögð fram til kynningar skýrslan Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og á vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2016.
 • Bókun fundar Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands varðandi afgreiðslu á deiliskipulaginu Möðrudalur á Fjöllum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að vísa erindinu til skipulagsráðgjafa til umfjöllunar. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afturkalla auglýsingu um gildistöku deiliskipulagsins úr B-deild Stjórnartíðinda.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagður er fram tölvupóstur frá Óðni Gunnari Óðinssyni varðandi umhverfisviðurkenningar 2017.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að fela verkefnisstjóra umhverfismála að leita eftir samstarfi við Garðyrkjufélag Fljótsdalshéraðs um umhverfisviðurkenningar á Ormsteiti.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Fyrir liggur Kerfisáætlun 2017-2026 - Viðbrögð við athugasemdum við matslýsingu.
  Lagt fram til kynningar.

3.11.fundargerð Stjórnar SSA.

Málsnúmer 201707037Vakta málsnúmer

Bæjarráð beinir því til stjórnar SSA að á næsta aðalfundi samtakkanna verði stjórnskipulag SSA, sem samstarfsvettvangur sveitarfélaganna á Austurlandi, tekinn upp sem sérstakur dagskrárliður.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Kerfisáætlun Landsnets 2017-2026

Málsnúmer 201705019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.motocross á unglingalandsmóti

Málsnúmer 201707046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Akstursíþróttaklúbbnum START um leyfi til að halda motorcrossmót fyrir unglinga á unglingalandsmótinu á keppnissvæði félagsins í landi Mýness. Um er að ræða hluta af keppnisgreinum unglingalandsmótsins og verður keppnin haldin þann 5. ágúst kl: 13:00.
Allra leyfa og trygginga vegna keppninnar hefur verið aflað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir samþykki sitt fyrir mótshaldinu, enda liggi öll önnur tilskilin leyfir vegna mótsins fyrir.


6.Fundur um þjóðgarð á miðhálendinu.

Málsnúmer 201707048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, vegna fyrirhugaðs fundar um hugmyndir um þjóðgarð á miðhálendinu. Stefnt er á að fundurinn verði haldinn á Djúpavogi 5. september nk.

Mælst er til að hvert sveitarfélag sem á land að umræddu svæði, sendi tvo til þrjá fulltrúa sína á þennan kynningarfund.

Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa frá Fljótsdalshéraði á fundinn.

Fundi slitið - kl. 11:15.