Fundur um þjóðgarð á miðhálendinu.

Málsnúmer 201707048

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 392. fundur - 17.07.2017

Fyrir liggur tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, vegna fyrirhugaðs fundar um hugmyndir um þjóðgarð á miðhálendinu. Stefnt er á að fundurinn verði haldinn á Djúpavogi 5. september nk.

Mælst er til að hvert sveitarfélag sem á land að umræddu svæði, sendi tvo til þrjá fulltrúa sína á þennan kynningarfund.

Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa frá Fljótsdalshéraði á fundinn.