motocross á unglingalandsmóti

Málsnúmer 201707046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 392. fundur - 17.07.2017

Fyrir liggur beiðni frá Akstursíþróttaklúbbnum START um leyfi til að halda motorcrossmót fyrir unglinga á unglingalandsmótinu á keppnissvæði félagsins í landi Mýness. Um er að ræða hluta af keppnisgreinum unglingalandsmótsins og verður keppnin haldin þann 5. ágúst kl: 13:00.
Allra leyfa og trygginga vegna keppninnar hefur verið aflað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð veitir samþykki sitt fyrir mótshaldinu, enda liggi öll önnur tilskilin leyfir vegna mótsins fyrir.