Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

379. fundur 20. mars 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Klukkan 11:00 mun bæjarráð funda með fulltrúum leyfishafa rannsóknarleyfis Geitdalsár auk ábúenda nærliggjandi jarða.

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkra liði tengda rekstri sveitarfélagsins.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram kostnaðarmat á endurbótum á félagslegu húsnæði að Heimatúni 1.
Bæjarráð telur rétt að ráðast í þær framkvæmdir sem áætlunin gerir ráð fyrir.
Bæjarráð vísar málinu til yfirmanns eignasjóðs og felur honum að leggja upp framkvæmdaáætlun fyrir verkið fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, áður en frekari ákvarðanir verða teknar.

2.Ársreikningur 2016

Málsnúmer 201703043

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. mars sl. var ársreikningi Fljótsdalshéraðs 2016, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu, vísað til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótsdalshéraðs fyrir 2016, ásamt fylgigögnum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Jafnframt gerir bæjarráð tillögu um að haldinn verði almennur borgarafundur til að kynna ársreikninginn mánudaginn 10 apríl kl. 20:00.
Bæjarstjóra falið að skoða hvort megi taka fleiri mál til umfjöllunar á sama fundi.

3.Fundargerð 222. fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201703060

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. 2017

Málsnúmer 201703061

Fundargerð aðalfundar HEF lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

Málsnúmer 201701027

Fundargerð 6. fundar SSA, frá 7. mars lögð fram til kynningar.

6.Nótan - Uppskeruhátíð tónlistarskóla 2017

Málsnúmer 201703058

Lögð er fram styrkbeiðni, vegna Nótunnar 2017, sem er uppskeruhátíð tónlistarskólanna.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til fræðslunefndar til afgreiðslu.

7.Nýherji / samningur um hýsingu og tengingar

Málsnúmer 201703086

Bæjarráð samþykkir, með vísan í innkaupareglur sveitarfélagsins, að heimila bæjarstjóra að framlengja samninga við Nýherja um hýsingu og tengingar um 2 ár, eða til ársloka 2019. Að þeim tíma liðnum verði stefnt að því að bjóða þessa þjónustu út að nýju.
Áður en gegnið verði frá endurnýjun samningsins, verði myndaður starfshópur sem endurmeti þörf á hugbúnaði, vélbúnaði og högun vistunar gagna sveitarfélagsins.

8.Frumvarp til laga um orlof húsmæðra(afnám laganna)

Málsnúmer 201703045

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til jafnréttisnefndar til umsagnar.

9.Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars)

Málsnúmer 201703063

Bæjarráð er algerlega andsnúið efni frumvarpsins.

10.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna

Málsnúmer 201703076

Bæjarráð veitir ekki umsögn um málið.

11.Frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa)

Málsnúmer 201703080

Bæjarráð veitir ekki umsögn um frumvarpið.

12.Beiðni frá Orkustofnun til sveitarfélaga á Austurlandi

Málsnúmer 201703081

Lagt fram erindi frá Orkustofnun, dagsett 16. mars 2017 varðandi kortlagningu á möguleikum til smávirkjana í vatnsafli innan sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram, en skilafrestur upplýsinga er til 20. maí.

13.Rannsóknarleyfi á vatnasviði Geitdalsár

Málsnúmer 201608064

Jón Jónsson hrl. mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti, fyrir hönd Arctic Hydro, frumhugmyndir að virkjun Geitdalsár. Fyrirtækið fékk úthlutað rannsóknarleyfi vegna virkjunarinnar á síðasta ári.
Einnig komu Sigurður Stefánsson, Jón Snæbjörnsson, Bjarni Snæbjörnsson og Sigurbjörn Árnason á fundinn, sem fulltrúar ábúanda og landeiganda jarða í Geitdal. Auk þeirra voru einnig boðaðir ábúendur á Þorvaldsstöðum.
Að lokinni kynningu Jóns voru þessar hugmyndir ræddar frekar og hverjir væru kostir og gallar við svona verkefni.
Gestunum að því búnu þökkuð koman og góðar umræður.
Bæjarstjóra falið að senda þau gögn sem lágu fyrir fundinum, til ábúanda og eiganda á Þorvaldsstöðum. Í framhaldi af því verði málið tekið aftur fyrir í bæjarráði.

Fundi slitið.