Ársreikningur 2016

Málsnúmer 201703043

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 378. fundur - 15.03.2017

Magnús Jónsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og drög að endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016. Einnig bætti Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri við upplýsingum þar sem á þurfti að halda. Öllum bæjarfulltrúum og fulltrúum nefnda, stóð til boða að sitja kynningu endurskoðanda á ársreikningum.

Endurskoðandi og fjármálastjóri svöruðu einnig fyrirspurnum fundarmanna varðandi ýmsa þætti ársreikningsins. Að lokinni kynningu var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðendaskýrslu fyrir árið 2016, til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda ársreikninginn til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 253. fundur - 15.03.2017

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu.
Aðrir sem til máls tóku um ársreikninginn voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson og Árni Kristinsson.

Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur í Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi og drögum að endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs 2016 til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 379. fundur - 20.03.2017

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. mars sl. var ársreikningi Fljótsdalshéraðs 2016, ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu, vísað til síðari umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi Fljótsdalshéraðs fyrir 2016, ásamt fylgigögnum, til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Jafnframt gerir bæjarráð tillögu um að haldinn verði almennur borgarafundur til að kynna ársreikninginn mánudaginn 10 apríl kl. 20:00.
Bæjarstjóra falið að skoða hvort megi taka fleiri mál til umfjöllunar á sama fundi.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 254. fundur - 05.04.2017

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram ársreikning Fljótsdalshéraðs 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2016 námu 3.978 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.554 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 3.053 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2016 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 2.927 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 280 millj. og þar af 173 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 359 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 298 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstarafkoma ársins jákvæð um 256 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta jákvæð um 177 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 645 millj. kr., þar af 476 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 680 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 482 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 166 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 108 millj. í A hluta.
Lántökur námu 222 millj. kr., en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 637 millj. kr. á árinu 2016.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 8.816 millj. kr. í árslok 2016 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.522 millj. kr. í árslok 2016.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 8.320 millj. kr. í árslok 2016 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.167 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 15. mars sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.

Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að boða til íbúafundar í Egilsstaðaskóla mánudaginn 10. apríl kl. 20. Á þann fund munu fulltrúar HSA einnig mæta til að gera grein fyrir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.