Málsnúmer 1703013FVakta málsnúmer
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Á fund atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti Margrét Árnadóttir starfsmaður Þjónustusamfélagsins á Héraði. Farið var yfir stöðuna á verslun og þjónustu á svæðinu, ásýnd miðbæjarins o.fl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og óskar eftir því við Þjónustusamfélagið á Héraði og umhverfis- og framkvæmdanefnd að koma á fundi með lóðarhöfum og rekstraraðilum,um verslun og þjónustu í þéttbýlinu og ásýnd miðbæjarsvæðisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla staðfest.
-
Bókun fundar
Málið var áður á dagskrá atvinnu og menningarnefndar 6. mars 2017. Á fundi bæjarráðs 13. mars 2017 var samþykkt að vísa erindinu aftur til afgreiðslu nefndarinnar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin ráðstafi fjármagni Atvinnumálasjóðs til hlutafjáraukningar í Barra ehf. að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum og að jafnframt hafi tekist að fjármagna fyrirhuguð verkefni Atvinnumálasjóðs með öðrum hætti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrarstöðinni Barra ehf verði aukinn um allt að kr. 2.000.000, að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum.
Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að tryggja með öðrum hætti fjármögnun þeirra verkefna sem áður höfðu verið ákveðin á vegum Atvinnumálasjóðs.
Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var á móti (KL) og 2 voru fjarverandi.
-
Bókun fundar
Skipa þarf fulltrúa atvinnu og menningarnefndar í verkefnisstjórn verkefnisins Ljóð á vegg. Aðrir fulltrúar í verkefnisstjórn eru einn frá Safnahúsinu og einn sem tilnefndur er sameiginlega af skólastjórum leik- og grunnskólanna á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Ragnhildur Rós Indriðadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í verkefnisstjórn Ljóð á vegg.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
5.6
201702030
Ormsteiti 2017
Bókun fundar
Fram kom á fundinum að enginn sótti um starf framkvæmdastjóra Ormsteitis, en umsóknarfrestur rann út 10. mars s.l. Jafnframt kom fram að starfsmaður nefndarinnar hefur verið í sambandi við einstaklinga um starfið frá því umsóknarfresti lauk. Einnig var nokkuð var rætt um fyrirkomulag hátíðarinnar að þessu sinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn vísar óskum atvinnu- og menningarnefndar varðandi aðkomu og framlag áhaldahúss og vinnuskóla að Ormsteiti, til umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur niðurstaða úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 15. mars s.l. Fljótsdalshérað sótti um styrk til fjögurra verkefna en fékk úthlutað styrk til eins verkefnis, vegna Rjúkanda, kr. 2.736.000.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar þessu framlagi sem er mikilvægt vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og álags á svæðið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur bréf frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, þar sem þess er farið á leit að leikfélagið fái afnot af félagsheimilinu Iðavöllum í apríl og maí til æfinga og sviðsetningar á leikriti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála atvinnu- og menningarnefnd og tekur vel í erindið og felur starfsmanni að fylgja málinu eftir við húsráð félagsheimilisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2016 námu 3.978 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.554 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 3.053 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2016 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 2.927 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 280 millj. og þar af 173 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 359 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 298 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstarafkoma ársins jákvæð um 256 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta jákvæð um 177 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 645 millj. kr., þar af 476 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 680 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 482 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 166 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 108 millj. í A hluta.
Lántökur námu 222 millj. kr., en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 637 millj. kr. á árinu 2016.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 8.816 millj. kr. í árslok 2016 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.522 millj. kr. í árslok 2016.
Heildarskuldir og skuldbindingar námu 8.320 millj. kr. í árslok 2016 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.167 millj. kr.
Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 15. mars sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.
Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að boða til íbúafundar í Egilsstaðaskóla mánudaginn 10. apríl kl. 20. Á þann fund munu fulltrúar HSA einnig mæta til að gera grein fyrir stöðu mála.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.