Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

254. fundur 05. apríl 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson aðalmaður
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varamaður
  • Sigvaldi H Ragnarsson varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Skúli Björnsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ársreikningur 2016

Málsnúmer 201703043

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram ársreikning Fljótsdalshéraðs 2016 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2016 námu 3.978 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3.554 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 3.053 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2016 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 2.927 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 280 millj. og þar af 173 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 359 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 298 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstarafkoma ársins jákvæð um 256 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta jákvæð um 177 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 645 millj. kr., þar af 476 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 680 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 482 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 166 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 108 millj. í A hluta.
Lántökur námu 222 millj. kr., en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 637 millj. kr. á árinu 2016.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 8.816 millj. kr. í árslok 2016 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.522 millj. kr. í árslok 2016.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 8.320 millj. kr. í árslok 2016 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.167 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 15. mars sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.

Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að boða til íbúafundar í Egilsstaðaskóla mánudaginn 10. apríl kl. 20. Á þann fund munu fulltrúar HSA einnig mæta til að gera grein fyrir stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 379

Málsnúmer 1703012F

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 380

Málsnúmer 1703019F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.4.

Fundargerðin lögð fram.

4.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 381

Málsnúmer 1703022F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • 4.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var lagt fram erindi frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, dagsett 29. mars 2017 um möguleika á gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og telur að slík samvinna væri æskileg, tekur jákvætt í málið og telur tækifæri liggja í sameiginlegri húsnæðisáætlun fyrir Austurland.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.4 201703183 Austurbrú 2017
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verði með sama móti og undanfarin ár. Að þessu sinni verði lokunin frá og með 24. júlí til og með 4. ágúst.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

5.Atvinnu- og menningarnefnd - 50

Málsnúmer 1703013F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig vakti hann athygli á vanhæfi sínu undir lið 5.4 Sömu leiðis vakti Skúli Björnsson athygli á vanhæfi sínu vegna sama liðar og úrskurðaði forseti þá báða vanhæfa.
Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.7.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 5.2 201703082 Atvinnumál
    Bókun fundar Á fund atvinnu- og menningarnefndar undir þessum lið mætti Margrét Árnadóttir starfsmaður Þjónustusamfélagsins á Héraði. Farið var yfir stöðuna á verslun og þjónustu á svæðinu, ásýnd miðbæjarins o.fl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og óskar eftir því við Þjónustusamfélagið á Héraði og umhverfis- og framkvæmdanefnd að koma á fundi með lóðarhöfum og rekstraraðilum,um verslun og þjónustu í þéttbýlinu og ásýnd miðbæjarsvæðisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Bókun fundar Afgreiðsla staðfest.
  • Bókun fundar Málið var áður á dagskrá atvinnu og menningarnefndar 6. mars 2017. Á fundi bæjarráðs 13. mars 2017 var samþykkt að vísa erindinu aftur til afgreiðslu nefndarinnar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að nefndin ráðstafi fjármagni Atvinnumálasjóðs til hlutafjáraukningar í Barra ehf. að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum og að jafnframt hafi tekist að fjármagna fyrirhuguð verkefni Atvinnumálasjóðs með öðrum hætti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að hlutur Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs í Gróðrarstöðinni Barra ehf verði aukinn um allt að kr. 2.000.000, að því gefnu að félaginu takist að tryggja a.m.k. jafnmikið fjármagn frá öðrum aðilum.
    Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að tryggja með öðrum hætti fjármögnun þeirra verkefna sem áður höfðu verið ákveðin á vegum Atvinnumálasjóðs.

    Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 var á móti (KL) og 2 voru fjarverandi.
  • 5.5 201703037 Ljóð á vegg 2017
    Bókun fundar Skipa þarf fulltrúa atvinnu og menningarnefndar í verkefnisstjórn verkefnisins Ljóð á vegg. Aðrir fulltrúar í verkefnisstjórn eru einn frá Safnahúsinu og einn sem tilnefndur er sameiginlega af skólastjórum leik- og grunnskólanna á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Ragnhildur Rós Indriðadóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins í verkefnisstjórn Ljóð á vegg.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 5.6 201702030 Ormsteiti 2017
    Bókun fundar Fram kom á fundinum að enginn sótti um starf framkvæmdastjóra Ormsteitis, en umsóknarfrestur rann út 10. mars s.l. Jafnframt kom fram að starfsmaður nefndarinnar hefur verið í sambandi við einstaklinga um starfið frá því umsóknarfresti lauk. Einnig var nokkuð var rætt um fyrirkomulag hátíðarinnar að þessu sinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn vísar óskum atvinnu- og menningarnefndar varðandi aðkomu og framlag áhaldahúss og vinnuskóla að Ormsteiti, til umhverfis- og framkvæmdanefndar til afgreiðslu

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur niðurstaða úthlutunar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá 15. mars s.l. Fljótsdalshérað sótti um styrk til fjögurra verkefna en fékk úthlutað styrk til eins verkefnis, vegna Rjúkanda, kr. 2.736.000.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar þessu framlagi sem er mikilvægt vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og álags á svæðið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, þar sem þess er farið á leit að leikfélagið fái afnot af félagsheimilinu Iðavöllum í apríl og maí til æfinga og sviðsetningar á leikriti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn er sammála atvinnu- og menningarnefnd og tekur vel í erindið og felur starfsmanni að fylgja málinu eftir við húsráð félagsheimilisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66

Málsnúmer 1703015F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 6.2 og bar fram fyrirspurnir. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.2. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 6.2 og svaraði fyrirspurnum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.2. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.2. og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 6.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Frestað.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir nefndina minnisblað frá EFLU um kostnað og útboðsgögn vegna Tjarnarbrautar til umræðu. Kostnaðaráætlun liggur fyrir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í útboð samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að opna á efnistökunámuna við Eyvindará, Þuríðarstaðir, sjá mál nr. 201410014, og að framkvæmdum þar verði lokið fyrir 1. maí 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir bréf Ferðamálastofu, Ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2017 vegna Rjúkanda á Jökuldal, sjá einnig lið 5.7 í þessari fundargerð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að hefja undirbúning að framkvæmdinni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindið, Heimild til að setja auglýsingasegl utan á Safnahúsið að Laufskógum 1. Óskað er eftir heimild til að setja segl með áprentaðri auglýsingu utan á Safnahúsið að Laufskógum 1. Tilgangurinn er að vekja athygli vegfarenda á sýningu Minjasafns Austurlands, Hreindýrin á Austurlandi. Meðfylgjandi er erindi dags. 6.3.2017 og umsögn yfirmann eignasjóðs um áætlaða framkvæmd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina verði greiddur af rekstrarfé Minjasafns Austurlands. Framkvæmdin þarf að vera unnin í fullu samráði við yfirmann eignasjóðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir nefndina lagfærður uppdráttur, Möðrudalur - tillaga að deiliskipulagi og bréf samskipta milli skipulagsráðgjafa og HAUST þar sem ráðgjafi bregst við tilmælum HAUST og Skipulagsstofnunar varðandi fráveitumál.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess sbr. 42.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir bréf Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 14.3.2017 til umfjöllunar. Þjónustusamfélagði á Héraði hvetur umhverfis- og framkvæmdanefnd til þess að kynna stöðu miðbæjarskipulags fyrir öllum fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu. Á aðalfundi félagsins kölluðu félagsmenn eftir upplýsingum og einfaldari framkvæmdum strax áður en farið er í að reisa nýjar byggingar. Boðað var til fundar með vinnuhóp miðbæjardeiliskipulagsins þann 17. mars sl. Á þeim fundi var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna framvindu verksins fyrir fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að endurskoða legu gangbrauta og gönguleiða í miðbænum í samráði við hagsmunaaðila og Vegagerðina. Jafnframt hvetur bæjarstjórn fyrirtækjaeigendur og rekstraraðila í sveitarfélaginu til að taka höndum saman um að bæta aðkomu og umhirðu innan lóðamarka sinna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreitar. Gildandi deiliskipulag Tjarnarbrautarreitar var samþykkt í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 17.12.2008. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til norðurs, norðan við íþróttamiðstöð sem nemur 14,3 metrum. Þetta er gert til að koma fyrir stækkun á íþróttahúsi að stærð 29m x 44m sem til stendur að liggi samsíða núverandi áhaldageymslu norðan við hús. Sunnan við íþróttamiðstöð verði gert ráð fyrir körfuboltavelli. Heildarfjöldi bílastæða á lóð fækkar um níu stæði frá gildandi skipulagi, en ætlunin er að koma á móts við fækkun stæða með bílastæðum á bæjarlandi vestan við Tjarnarbrautina. Engin breyting er gerð á hámarks byggingarmagni frá gildandi skipulagi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits, dags. 16.3.2017 skv. 43.gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagðar eru fram þrjár umsóknir um stofnun nýrra lóða fyrir nefndina. Landeigandinn Kári Helgfell Jónasson hefur óskað eftir að stofna þrjár lóðir út úr upprunalandinu Uppsalir, landnr. 158103. - Hleinar, stærð: 3,6975 ha. - Versalir 4b, stærð: 2.401 fermetrar. - Versalir 6b, stærð: 2.872 fermetrar. Meðfylgjandi er útfyllt umsókn F-550 og uppdrættir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt er fyrir erindi Þórhalls Borgarssonar, dags. 2.3.2017, Drög að stjórnunar og verndaráætlun Kringilsárrana.

    Lagt fram til kynningar
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

7.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 248

Málsnúmer 1703016F

Til máls tóku: Karl Lauritzson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.1 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 7.1 og svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.1 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar kynnti Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, málefnið þar sem fram kom að í þeim fjölbreytta nemendahópi sem eru í grunnskólunum er rík þörf fyrir aðgengi að breiðum hópi fagfólks, ýmist í skólaþjónustunni eða í skólunum sjálfum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að stjórn Skólaskrifstofu Austurlands skoði af alvöru hvort ekki sé rétt að efla þann hóp fagfólks sem þar starfar til að tryggja þjónustu og auka fjölbreytni í stuðningi við starfsfólk skólanna. Jafnframt eru ítrekaðar fyrri bókanir fræðslunefndar um mikilvægi þess að heilbrigðisyfirvöld vinni markvisst að því að efla meðferðarúrræði fyrir börn sem þar eiga heima.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.4 201701121 PISA 2015
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Til kynningar.

8.Félagsmálanefnd - 153

Málsnúmer 1703018F

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Endurskoðuð áætlun frá ágúst 2015 um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði lögð fram til kynningar. Fram kom á fundinum að sveitarfélagið hafi þegar óskað eftir samstarfi við Brynju hússjóð og Öryrkjabandalag Íslands um samtal varðandi uppbyggingu á húsnæði fyrir ungt fatlað fólk á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og leggur áherslu á að áfram verði leitað lausna á húsnæðisúrræðum fyrir þennan hóp fólks.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Íþrótta- og tómstundanefnd - 29

Málsnúmer 1703014F

Til máls tók: Skúli Björnsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

10.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 57

Málsnúmer 1703011F

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/ Ferðaþjónustan Ekra

Málsnúmer 201703079

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Ekru í Hjaltastaðaþinghá.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.