Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 66
Málsnúmer 1703015F
-
Bókun fundar
Frestað.
-
Bókun fundar
Lagt var fyrir nefndina minnisblað frá EFLU um kostnað og útboðsgögn vegna Tjarnarbrautar til umræðu. Kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að farið verði í útboð samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að opna á efnistökunámuna við Eyvindará, Þuríðarstaðir, sjá mál nr. 201410014, og að framkvæmdum þar verði lokið fyrir 1. maí 2017.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt er fyrir bréf Ferðamálastofu, Ákvörðun um styrkveitingu úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða 2017 vegna Rjúkanda á Jökuldal, sjá einnig lið 5.7 í þessari fundargerð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að hefja undirbúning að framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt er fyrir erindið, Heimild til að setja auglýsingasegl utan á Safnahúsið að Laufskógum 1. Óskað er eftir heimild til að setja segl með áprentaðri auglýsingu utan á Safnahúsið að Laufskógum 1. Tilgangurinn er að vekja athygli vegfarenda á sýningu Minjasafns Austurlands, Hreindýrin á Austurlandi. Meðfylgjandi er erindi dags. 6.3.2017 og umsögn yfirmann eignasjóðs um áætlaða framkvæmd.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina verði greiddur af rekstrarfé Minjasafns Austurlands. Framkvæmdin þarf að vera unnin í fullu samráði við yfirmann eignasjóðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt var fyrir nefndina lagfærður uppdráttur, Möðrudalur - tillaga að deiliskipulagi og bréf samskipta milli skipulagsráðgjafa og HAUST þar sem ráðgjafi bregst við tilmælum HAUST og Skipulagsstofnunar varðandi fráveitumál.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess sbr. 42.gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt er fyrir bréf Þjónustusamfélagsins á Héraði dagsett 14.3.2017 til umfjöllunar. Þjónustusamfélagði á Héraði hvetur umhverfis- og framkvæmdanefnd til þess að kynna stöðu miðbæjarskipulags fyrir öllum fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu. Á aðalfundi félagsins kölluðu félagsmenn eftir upplýsingum og einfaldari framkvæmdum strax áður en farið er í að reisa nýjar byggingar. Boðað var til fundar með vinnuhóp miðbæjardeiliskipulagsins þann 17. mars sl. Á þeim fundi var skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna framvindu verksins fyrir fyrirtækjaeigendum og rekstraraðilum á svæðinu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að endurskoða legu gangbrauta og gönguleiða í miðbænum í samráði við hagsmunaaðila og Vegagerðina. Jafnframt hvetur bæjarstjórn fyrirtækjaeigendur og rekstraraðila í sveitarfélaginu til að taka höndum saman um að bæta aðkomu og umhirðu innan lóðamarka sinna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarbrautarreitar. Gildandi deiliskipulag Tjarnarbrautarreitar var samþykkt í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 17.12.2008. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til norðurs, norðan við íþróttamiðstöð sem nemur 14,3 metrum. Þetta er gert til að koma fyrir stækkun á íþróttahúsi að stærð 29m x 44m sem til stendur að liggi samsíða núverandi áhaldageymslu norðan við hús. Sunnan við íþróttamiðstöð verði gert ráð fyrir körfuboltavelli. Heildarfjöldi bílastæða á lóð fækkar um níu stæði frá gildandi skipulagi, en ætlunin er að koma á móts við fækkun stæða með bílastæðum á bæjarlandi vestan við Tjarnarbrautina. Engin breyting er gerð á hámarks byggingarmagni frá gildandi skipulagi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela Skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi Tjarnarbrautarreits, dags. 16.3.2017 skv. 43.gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagðar eru fram þrjár umsóknir um stofnun nýrra lóða fyrir nefndina. Landeigandinn Kári Helgfell Jónasson hefur óskað eftir að stofna þrjár lóðir út úr upprunalandinu Uppsalir, landnr. 158103. - Hleinar, stærð: 3,6975 ha. - Versalir 4b, stærð: 2.401 fermetrar. - Versalir 6b, stærð: 2.872 fermetrar. Meðfylgjandi er útfyllt umsókn F-550 og uppdrættir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt er fyrir erindi Þórhalls Borgarssonar, dags. 2.3.2017, Drög að stjórnunar og verndaráætlun Kringilsárrana.
Lagt fram til kynningar
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
Fundargerðin lögð fram.