Íþrótta- og tómstundanefnd

29. fundur 22. mars 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta-, tómstunda- og forvarnarmála

1.Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201702144

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ungmennaráði fyrir ábendinguna. Farið verður í endurskoðun á gjaldskrá Íþróttamiðstöðvarinnar með tilliti til ungmenna og í samráði við ungmennaráð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Æfingatæki til heilsueflingar utanhúss

Málsnúmer 201408077

Starfsmaður kynnti styrkbeiðni til EBÍ vegna heilsutækja í Selskógi.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Líkamsrækt á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201610081

Gert var grein fyrir fundi sem starfsmaður og formaður íþrótta- og tómstundanefndar áttu með fulltrúum CFA varðandi samstarf.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsóknir óskast um mótshald 23. Unglingalandsmót UMFÍ 2020 og 9. landsmót UMFÍ 50 2019

Málsnúmer 201702050

Málið er í frekari athugun. Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Minigolfbrautir

Málsnúmer 201703071

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Fljótsdalshérað taki yfir vörslu og umhirðu minigolfvallar við Miðvang.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samstarfssamningur um heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201703035

Starfsmaður kynnti samstarfssamning Fljótsdalshéraðs og Embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag.

7.40 ár frá Evrópugulli Hreins Halldórssonar

Málsnúmer 201703072

Liðin eru 40 ár frá því að Hreinn Halldórsson hlaut, fyrstur Íslendinga, gullverðlaun á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar Hreini til hamingju með áfangann og þakkar honum jafnframt fyrir ötult og gott starf í þágu íþróttastarfs á Héraði síðustu áratugi.

8.Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak

Málsnúmer 201703025

Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir stuðningi við bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs frá 13. mars 2017 um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.