Æfingatæki til heilsueflingar utanhúss

Málsnúmer 201408077

Íþrótta- og tómstundanefnd - 2. fundur - 26.08.2014

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 14. ágúst 2014, undirritaður af Degi Skírni Óðinssyni og Bjarmari Þorra Hafliðasyni þar sem lögð er áhersla á þörf fyrir æfingatæki utanhúss s.s. upphífingar, dýfur ofl, t.d. við Vilhjálmsvöll eða í Selskógi.

Íþrótta og tómstundanefnd tekur undir að vöntun er á æfingaaðstöðu utanhúss eins og bréfritarar nefna. Nefndin leggur til að umhverfis- og mannvirkjanefnd geri tillögu að staðsetningu útiæfingasvæðis. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að hugað verði að Selskógi sem álitlegu svæði til áframhaldandi uppbyggingar fyrir útivist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 03.09.2014

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 14. ágúst 2014, undirritaður af Degi Skírni Óðinssyni og Bjarmari Þorra Hafliðasyni þar sem lögð er áhersla á þörf fyrir æfingatæki utanhúss s.s. upphífingar, dýfur ofl, t.d. við Vilhjálmsvöll eða í Selskógi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta og tómstundanefnd um að vöntun er á æfingaaðstöðu utanhúss eins og bréfritarar nefna. Bæjarstjórn leggur til að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri tillögu að staðsetningu útiæfingasvæðis. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að hugað verði að Selskógi sem álitlegu svæði til áframhaldandi uppbyggingar fyrir útivist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 7. fundur - 10.09.2014

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 14. ágúst 2014, undirritaður af Degi Skírni Óðinssyni og Bjartmari Þorra Hafliðasyni þar sem lögð er áhersla á þörf fyrir æfingatæki utanhúss s.s. upphífingar, dýfur ofl, t.d. við Vilhjálmsvöll eða í Selskógi.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri tillögu að staðsetningu útiæfingasvæðis. Lögð er áhersla á að hugað verði að Selskógi sem álitlegu svæði til áframhaldandi uppbyggingar fyrir útivist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í bókun umhverfis- og héraðsnefndar frá 25.03.2014, þar sem kemur fram að gerður verði heilsustígur í Selskógi og áframhaldandi uppbygging á svæði til heilsueflingar í Vémörk.

Nefndin þakkar ábendiguna og tekur undir með bréfriturum um þörf fyrir æfingatæki utanhúss. Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu um staðsetningu æfingatækjanna í Selskógi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 29. fundur - 22.03.2017

Starfsmaður kynnti styrkbeiðni til EBÍ vegna heilsutækja í Selskógi.
Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.