Umhverfis- og framkvæmdanefnd

7. fundur 10. september 2014 kl. 17:00 - 19:48 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhallur Harðarson aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir aðalmaður
  • Skúli Björnsson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta einum lið við dagskrána, sem er Umsagnarbeiðni vegna flutninga á sauðfé, verður sá liður númer 19 í dagskránni.

1.Ósk um samning um refaveiði

Málsnúmer 201409031

Erindi í tölvupósti dagsett 03.09.2014 þar sem Hjörtur Magnason kt.110748-4429 og Boði Stefánsson kt.100562-4059 óska eftir samningi við sveitarfélagið vegna vetrarveiði á ref, í skothúsi þeirra á Skjöldólfsstöðum, Jökuldal.

Málið er í vinnslu.

2.Umsagnarbeiðni vegna flutninga á sauðfé

Málsnúmer 201409057

Erindi dagsett 09.09.2014 þar sem Eyrún Arnardóttir fyrir hönd Matvælastofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Þórhildar Þöll Pétursdóttur á Holti, Fljótsdalshéraði um flutning á sauðfé frá Teigabóli í Fellum að Holti í sömu sveit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annara afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Ranavað - Árskógar, ósk um gangstétt

Málsnúmer 201409038

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08.2014 þar sem Guðrún Helga Elvarsdóttir kt.270180-4429 óskar etir að lögð verði gangstétt inn í Ranavaðið frá Árskógum með tengingu við gangstéttina, sem liggur meðfram Árhvamminum og endar við horn Árskóga og Árhvamms, móts við Faxatröðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til vinnuhóps um umferðaröryggismál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umsókn um leyfi fyrir smáhýsi

Málsnúmer 201409037

Erindi dagsett 25.08.2014 þar sem Beata Just kt.130671-2849 sækir um byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóðinni Miðgarður 7A, Egilsstöðum. fyrir liggur ófullgerð teikning af húsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerð 69.fundar Landbótasjóðs Norður Héraðs

Málsnúmer 201408110

Fyrir liggur fundargerð 69. fundar Landbótasjóðs og ráðgjafanefndar dagsett 30.06.2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-074

Málsnúmer 201408112

Fyrir liggur skýrsla Landsvirkjunar, LV-2014-074, Endurmat á gegnsæi í Lagarfljóti fyrir og eftir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að skýrslur Landsvirkjunar sem tengjast framkvæmdaleyfi Kárahnjúkavirkjunar, heyri undir náttúruverndarnefnd.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-076.

Málsnúmer 201408114

Fyrir liggur skýrsla Landsvirkjunar, LV-2014-076, Vatnshiti í Lagarfljótifyrir og eftir gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að skýrslur Landsvirkjunar sem tengjast framkvæmdaleyfi Kárahnjúkavirkjunar, heyri undir náttúruverndarnefnd.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skýrsla Landsvirkjunar LV-2014-075

Málsnúmer 201408113

Fyrir liggur skýrsla Landsvirkjunar, LV-2014-075, Hiti í Hálslóni og frárennsli Fljótsdalsstöðvar 2009-2012.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að skýrslur Landsvirkjunar sem tengjast framkvæmdaleyfi Kárahnjúkavirkjunar, heyri undir náttúruverndarnefnd.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Dagur íslenskrar náttúru 2014

Málsnúmer 201408138

Bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dagsett 27.08.2014 þar sem vakin er athygli á Degi Íslenskrar Náttúru, sem verður haldinn hátíðlegur þann 16. september næstkomandi. Sveitarfélög og landshlutasamtök eru hvött til að hafa Dag Íslenskrar náttúru í huga í starfi sínu framundan.

Lagt fram til kynningar.

10.Tjarnarland, urðunarstaður

Málsnúmer 201401127

Lögð eru fram drög að tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi ásamt minnisblaði um athugasemdir við drögin.

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð 118.fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands.

Málsnúmer 201409027

Lögð er fram fundargerð 118. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands dags. 03.09.2014.

Lagt fram til kynningar.

12.Félag verslunar- og þjónustuaðila, athugasemdir við afgreiðslu máls.

Málsnúmer 201409032

Erindi dagsett 01.09.2014 þar sem stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu um frágang á planinu við Kapvang 2 og 6. sem samþykkt var 02.06.2014.

Málið er í vinnslu.

13.Ósk um samning vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 201409034

Erindi í tölvupósti dagsett 29.08.2014 þar sem Hlynur Bragason f.h. Northern lights excursions, óskar eftir að samningur vegna almenningssamgangna verði verðbættur eins og um getur í samningi. Einnig er óskað eftir viðræðum um áframhaldandi samning Strætó, en umræddur samningur rennur út þann 31.12.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á, að þar sem ekki liggur fyrir viðaukasamningur sbr. 4.grein samningsins, komi ekki til hækkunar á samningnum þar sem málið var ekki tekið fyrir í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Ályktun um varðveislu landbúnaðarlands

Málsnúmer 201409019

Lögð er fram ályktun aðalfundar Samtaka ungra bænda þann 22.03.2014, um varðveislu landbúnaðarlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykir að vísa málinu til endurskoðunar Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Hallormsstaðaskóli, lokun milli rýma

Málsnúmer 201408104

Lagt er fram minnisblað frá Elís B. Eiríkssyni vegna fyrirhugaðra breytinga á lokun milli rými í Hallormsstaðaskóla.

Lagt fram til kynningar

16.Kaupvangur 9, umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201408120

Erindi dagsett 22.08.2014 þar sem Halldór Waren, óskar eftir byggingarleyfi fyrir uppsetningu á tveimur veggjum á efri hæð hússins, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Málið var áður á dagskrá 27.08.2014.

Málið er í vinnslu.

17.Staða framkvæmda 2014

Málsnúmer 201409002

Til umræðu er staða framkvæmda 2014 og verkefni sem gott væri að ljúka við.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að setja í gang þau verkefni sem tilgreind eru í forgangi 1 í framlögðu skjali.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Æfingatæki til heilsueflingar utanhúss

Málsnúmer 201408077

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 14. ágúst 2014, undirritaður af Degi Skírni Óðinssyni og Bjartmari Þorra Hafliðasyni þar sem lögð er áhersla á þörf fyrir æfingatæki utanhúss s.s. upphífingar, dýfur ofl, t.d. við Vilhjálmsvöll eða í Selskógi.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að umhverfis- og framkvæmdanefnd geri tillögu að staðsetningu útiæfingasvæðis. Lögð er áhersla á að hugað verði að Selskógi sem álitlegu svæði til áframhaldandi uppbyggingar fyrir útivist.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar í bókun umhverfis- og héraðsnefndar frá 25.03.2014, þar sem kemur fram að gerður verði heilsustígur í Selskógi og áframhaldandi uppbygging á svæði til heilsueflingar í Vémörk.

Nefndin þakkar ábendiguna og tekur undir með bréfriturum um þörf fyrir æfingatæki utanhúss. Nefndin samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu um staðsetningu æfingatækjanna í Selskógi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Strætó tímaáætlun 2014 - 2015.

Málsnúmer 201408106

Lögð er fram breytt tímaáætlun fyrir strætó.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tímaáætlun fyrir strætó.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:48.