Ranavað - Árskógar, ósk um gangstétt

Málsnúmer 201409038

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 7. fundur - 10.09.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08.2014 þar sem Guðrún Helga Elvarsdóttir kt.270180-4429 óskar etir að lögð verði gangstétt inn í Ranavaðið frá Árskógum með tengingu við gangstéttina, sem liggur meðfram Árhvamminum og endar við horn Árskóga og Árhvamms, móts við Faxatröðina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að vísa málinu til vinnuhóps um umferðaröryggismál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 8. fundur - 26.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 22.08.2014 þar sem Guðrún Helga Elvarsdóttir kt.270180-4429 óskar etir að lögð verði gangstétt inn í Ranavaðið frá Árskógum með tengingu við gangstéttina, sem liggur meðfram Árhvamminum og endar við horn Árskóga og Árhvamms, móts við Faxatröðina. Erindinu vísað frá umhverfis- og framkvæmdanefnd 11.09.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er gert ráð fyrir gangstéttum í Ranavaði þá telur vinnuhópurinn að eðlileg gönguleið sé um Ranavað upp á Árhvamm. Því hafnar vinnuhópurinn erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.