Félag verslunar- og þjónustuaðila, athugasemdir við afgreiðslu máls.

Málsnúmer 201409032

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 7. fundur - 10.09.2014

Erindi dagsett 01.09.2014 þar sem stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu um frágang á planinu við Kapvang 2 og 6. sem samþykkt var 02.06.2014.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16. fundur - 11.02.2015

Erindi dagsett 01.09.2014 þar sem stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu um frágang á planinu við Kapvang 2 og 6 sem samþykkt var 02.06.2014. Málið var áður á dagskrá 10.09.2014.
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 05.02.2015 frá Gunnari Agli Sigurðssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu þar til fyrir liggur niðurstaða frá Hönnurteymi um hugmyndavinnu um ásýnd og umhverfi miðbæjarins á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 20. fundur - 25.03.2015

Erindi dagsett 01.09.2014 þar sem stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði gerir alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu nefndarinnar á tillögu um frágang á planinu við Kapvang 2 og 6 sem samþykkt var 02.06.2014. Málið var áður á dagskrá 10.09.2014.
Fyrir liggur tölvupóstur dags. 05.02.2015 frá Gunnari Agli Sigurðssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um stöðu málsins.
Fyrir liggur Bréf rrá hönnurnarteymi MAKE. Málið var áður á dagskrá 11.02.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fresta afgreiðslu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að upplýsa Gunnar Egil um stöðu mála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfis- og mannvirkjanefndar.