Umsagnarbeiðni vegna flutninga á sauðfé

Málsnúmer 201409057

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 7. fundur - 10.09.2014

Erindi dagsett 09.09.2014 þar sem Eyrún Arnardóttir fyrir hönd Matvælastofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Þórhildar Þöll Pétursdóttur á Holti, Fljótsdalshéraði um flutning á sauðfé frá Teigabóli í Fellum að Holti í sömu sveit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annara afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Erindi dagsett 09.09. 2014 þar sem Eyrún Arnardóttir fyrir hönd Matvælastofnunar, óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Þórhildar Þallar Pétursdóttur Holti, Fljótsdalshéraði um flutning á sauðfé frá Teigabóli í Fellum að Holti í sömu sveit.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við flutninginn að því tilskyldu að óháður eftirlitsaðili hafi áður gert úttekt á húsnæðinu og öll skilyrði "reglugerðar um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitfjár og eftirlit með framleiðslu kjöts og annarra afurða þeirra" nr. 60/2000 séu uppfyllt og flutningurinn brjóti ekki í bága við reglur um sjúkdómavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.