Ósk um samning vegna almenningssamgangna

Málsnúmer 201409034

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 7. fundur - 10.09.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 29.08.2014 þar sem Hlynur Bragason f.h. Northern lights excursions, óskar eftir að samningur vegna almenningssamgangna verði verðbættur eins og um getur í samningi. Einnig er óskað eftir viðræðum um áframhaldandi samning Strætó, en umræddur samningur rennur út þann 31.12.2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd lítur svo á, að þar sem ekki liggur fyrir viðaukasamningur sbr. 4.grein samningsins, komi ekki til hækkunar á samningnum þar sem málið var ekki tekið fyrir í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.