Félagsmálanefnd - 153

Málsnúmer 1703018F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 254. fundur - 05.04.2017

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Endurskoðuð áætlun frá ágúst 2015 um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði lögð fram til kynningar. Fram kom á fundinum að sveitarfélagið hafi þegar óskað eftir samstarfi við Brynju hússjóð og Öryrkjabandalag Íslands um samtal varðandi uppbyggingu á húsnæði fyrir ungt fatlað fólk á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með félagsmálanefnd og leggur áherslu á að áfram verði leitað lausna á húsnæðisúrræðum fyrir þennan hóp fólks.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.