Samtölublað til Barnaverndarstofu um mál sem barnaverndarnefnd Fljótsdalshéraðs og starfsmenn hennar höfðu til umfjöllunar árið 2016 lagt fram til kynningar.
Endurskoðuð áætlun frá ágúst 2015 um uppbyggingu á þjónustu fyrir fatlað fólk á Fljótsdalshéraði lögð fram til kynningar. Fram kom á fundinum að sveitarfélagið hafi þegar óskað eftir samstarfi við Brynju hússjóð og Öryrkjabandalag Íslands um samtal varðandi uppbyggingu á húsnæði fyrir ungt fatlað fólk á svæðinu. Nefndin leggur áherslu á að áfram verði leitað lausna á húsnæðisúrræðum fyrir þennan hóp fólks.