Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

391. fundur 03. júlí 2017 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála, skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 7. júní sl.

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins. M.a. fór hann yfir nýlega útgefið fasteignamat sem gilda á fyrir árið 2018.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti hugmyndir að rekstri og fyrirkomulagi afhendingar að fjarvarmaveitunni á Eiðum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar því að hafin sé vinna við að koma á virku háskólasetri á Austurlandi í samstarfi sveitarfélaga, framhaldsskóla og fulltrúa atvinnulífs á svæðinu, auk Háskólans á Akureyri. Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs lýsir bæjarráð því yfir að sveitarfélagið er tilbúið til að koma að þessu þarfa verkefni með virkri þátttöku í stýrihóp um verkefnið sem og með fjárframlögum vegna kostnaðar sem óhjákvæmilega mun koma til við undirbúning þess. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

Málsnúmer 201701027

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs,86.fundur

Málsnúmer 201706108

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Styrkbeiðni fyrir landsöfnunina Vinátta í verki.

Málsnúmer 201706112

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í landssöfnuninni Vinátta í verki vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi þann 18. júní sl og styrkja verkefnið um kr. 100.000. Færist á lið 02-75.

5.Rafmagnstruflanir og áhrif þeirra

Málsnúmer 201706030

Kynnt svör frá Landsneti vegna fyrirspurnar sveitarfélagsins um rafmagnstruflanir sem urðu á Austur- og Suðausturlandi 17. maí sl. og tjón sem tilkynnt hafa verið frá íbúum og fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði. Fram kom að til þessa hafa alls verið tilkynnt 30 tjón í sveitarfélaginu vegna þessa.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um stuðning við eflingu dreifikerfis raforku um landið. Mikilvægt er að ráðist verði í þær útbætur sem tilgreindar eru í svörum Landsnets sem fyrst. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að tjónþolum verði án tafar bætt sitt tjón að fullu.

Bæjarstjóra falið að koma á framfæri þökkum fyrir skjót og greinargóð svör við fyrirspurn sveitarfélagsins.

6.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um lögbýlisrétt/Hleinar

Málsnúmer 201706092

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið.

7.Orkustofnun vegna skilgreiningar þéttbýlis og dreifbýlis

Málsnúmer 201611099

Lagt fram svar Orkustofnunar dags. 27.06.17 við erindi Fljótsdalshéraðs, dags. 24.02.17, þar sem óskað var, í 13 tölusettum liðum, eftir því að Orkustofnun skýrði efnislegar forsendur fyrir staðfestingu stofnunarinnar á mörkum dreifbýlisgjaldskrársvæðis RARIK innan sveitarfélagsins. Að mati Orkustofnunar eru athugasemdir sveitarfélagsins ekki þess eðlis að þær breyti afstöðu stofnunarinnar til málsins, en munu þó leiða til þess að stofnunin mun endurskoða verklag við staðfestingu dreifbýlisgjaldskrársvæða í framtíðinni.

Bæjarráð lýsir furðu sinni yfir þessari niðurstöðu en beinir því til stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf að skoðað verði að fyrirtækið sem raforkukaupandi kæri gildandi gjaldskrá til úrskurðarnefndar.

8.Fasteignir Íbúðalánasjóðs í sveitarfélaginu.

Málsnúmer 201706122

Lagt fram bréf Íbúðarlánasjóðs, þar sem verið er að bjóða sveitarfélögum til kaups íbúðarhúsnæði í eigu sjóðsins. Fram kemur í erindi Íbúðarlánasjóðs að stofnunin á 3 eignir í sveitarfélaginu og er ein eign í útleigu og ein í söluferli.
Sveitarfélagið óskar ekki eftir því að kaupa umræddar eignir.


9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Mjóanes

Málsnúmer 201706099

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar Mjóaness Accommodation um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili, í Mjóanesi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Vallanes

Málsnúmer 201706120

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar Móður jarðar ehf., um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II í Vallanes farm guesthouse.

Málinu frestað, meðan beðið er frekari gagna frá umsækjanda.

11.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi - Eiðagisting

Málsnúmer 201705108

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar Stóru Þinghár ehf. um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV á Hótel Eiðar/Eiðagisting.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn, með fyrirvara um jákvæða umsögn Heilbrigðiseftirlitsins og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Fundi slitið - kl. 11:15.