Rafmagnstruflanir og áhrif þeirra

Málsnúmer 201706030

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 388. fundur - 12.06.2017

Bæjarráð samþykkir að kallað verði eftir upplýsingum frá Landsneti og Rarik um það tjón innan sveitarfélagsins sem varð við rafmagnstruflanir sem urðu 17. maí sl.
Bæjarstjóra falið að láta kalla eftir þessum upplýsingum og einnig hvað veldur því að þetta tjón kemur fyrst og fremst fram á Austur og Suðausturlandi, þegar ástæða rafmagnstruflunarinnar er á Suðvesturlandi.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 391. fundur - 03.07.2017

Kynnt svör frá Landsneti vegna fyrirspurnar sveitarfélagsins um rafmagnstruflanir sem urðu á Austur- og Suðausturlandi 17. maí sl. og tjón sem tilkynnt hafa verið frá íbúum og fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði. Fram kom að til þessa hafa alls verið tilkynnt 30 tjón í sveitarfélaginu vegna þessa.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um stuðning við eflingu dreifikerfis raforku um landið. Mikilvægt er að ráðist verði í þær útbætur sem tilgreindar eru í svörum Landsnets sem fyrst. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að tjónþolum verði án tafar bætt sitt tjón að fullu.

Bæjarstjóra falið að koma á framfæri þökkum fyrir skjót og greinargóð svör við fyrirspurn sveitarfélagsins.